Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 75
Prestafélagsritið.
Sadhu Sundar Singh.
71
Syndin er ástand með manninum, sem verður ríkjandi er
hann hafnar vilja Guðs og fer eftir eigin geðþótta. Hún á upptök
sín í hjartanu, i spiltu hugarfari. Þar verður að leggja hana að velli.
»1 þorpi nokkru bjó ung stúlka. Dag hvern sópaði hún
niður kóngulóarvefnum í herbergi sínu. Einu sinni, er hún var
að þessu, hugsaði hún með sjálfri sér og bað: »Drottinn,
hreinsa þú hjarta mitt af allri synd, eins og eg nú hreinsa
herbergi rnitt*. Þá heyrði hún rödd að ofan: »Dóttir mín,
hvað stoðar það, þótt þú dag hvern sópir út kóngulóarvefn-
um. Það er betra að útrýma kóngulónum, er spinna vefinn*.
Þannig verður hjarta mannsins að vera sópað og prýtt, þá
verða verk hans góð af sjálfu sér.
Hjá Jesú Kristi fékk Sundar fyrirgefningu svndanna og náð-
argjöf hjálpræðisins fyrir krossdauða hans. En þá gjöf guð-
legrar náðar öðlaðist hann þá fyrst, er hann slepti öllu sjálfs-
trausti. öllu trausti á eigin getu, og játaði sig sem syndara
fyrir Guði. Því að Jesús er ekki kominn til þess að kalla
réttláta, heldur syndara. Hann er eins og segulstálið, sem
ekki dregur að sér glóandi gullið, eða skínandi silfrið, heldur
ryðgaðan járnbútinn. Hann kemur aðeins til þeirra, er þarfn-
ast hjálpar hans og þeim veitir hann fyrirgefningu syndanna.
En samfara henni veitir hann manninum einnig hjálpræðið,
sem er fólgið í nýju lífi, og auk þess kraft til þess að losa
sig algerlega undan valdi syndarinnar. Eins og syndin var
ástand með manninum, þar sem hið illa ræður, þannig er
hjálpræðið einnig ástand með manninum, sem ríkt getur með
honum þegar hér í lífi. Hjálpræðið er þátttaka í sjálfu hinu
guðlega lífi, sem streymir inn í hjarta mannsins, fyrir bæna-
samfélag við hinn upprisna drottin, sem sannfærir hann um
fyrirgefningu syndanna og veitir honum þrótt til nýs og betra
lífernis. Þá er himnaríki komið til mannsins þegar hér á jörð,
eins og sá maður, sem lifir jarðnesku lífi sínu í viðjum synd-
arinnar, nú þegar er í helvíti. Því að himnaríki og helvíti
eru ekki ákveðnir staðir, sælustaður og kvalastaður, þar sem
menn eiga að dvelja eftir dauðann, heldur tvær gagnólíkar
tilverumvndir, tvennskonar ástand með manninum, sem á upp-