Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 77
Presiafélagsriliö.
Sadhu Sundar Singh.
73
hugarþel mannsins gagnvart Guði og sannfæra manninn um
fyrirgefandi kærleika Guðs.
Þá sannfæringu hafði Sundar sjálfur öðlast í svo ríkum mæli.
Og sú sannfæring knýr hann til að vitna um frelsara sinn og
helga alt sitt líf honum. >Þegar vér sannarlega höfum með-
tekið fagnaðarboðskap hjálpræðisins, verður hann í oss sá
kraftur, sem knýr oss til að tala um drottin*. Þessvegna er
líka þjónustan eitt það atriði í kenningu Sundars, sem hann
oftast minnist á. Hinn þjónandi kærleikur lærisveina Krists á
að verða öðrum mönnum sá prófsteinn, er fullvissar þá um
sanngildi samfélags þeirra við drottin og blessunarríka ávexti
þess. Lærisveinar drottins eiga að vera salt jarðar. En bráðni
ekki saltið, kemur það að engum notum. Þessvegna verða
lærisveinarnir að »bráðna« í eldi hins þjónandi kærleika, eigi
aðrir að öðlast hjálpræðið fyrir þeirra tilstilli. — En þjónust-
an hefir einnig gildi fyrir manninn sjálfan. Þjónustan gerir
manninn hæfari til að veita viðtöku náðarstraumum guðlegs
lífs. »Vatnsleiðslan, sem veitir tæru vatninu til annara, er ávalt
hrein. Svo munu og þeir, sem vinna að því, að bera öðrum
vatn lífsins, sjálfir haldast heilagir og hreinir og erfa guðs-
ríki. Séu ekki gjafir Guðs notaðar í þágu þjónustunnar, þá
eigum vér jafnvel á hættu að missa þær með öllu. Ef vér
gröfum pund vort í jörðu, þá verður það fyr eða síðar frá
oss tekið. Sverð andans ryðgar, hversu beitt sem það er, jafn-
skjótt og vér hættum að bregða því«. í Dauðahafinu er vatnið
>dautt«. Þar geta engir fiskar lifað og þó streymir í sífellu
nýtt vatn inn í hafið. En það hefir ekkert útrensli, þessvegna
er það »dautt«. Það veitir aðeins viðtöku, en gefur ekkert
frá sér aftur. Svo mun og hver sá, sem ekki notar það, sem
hann hefir af Guði þegið í þágu þjónustunnar, brátt deyja
andlegum dauða. Þjónustuleysið er sálarmorð, en því meir,
sem kristinn maður helgar sig þjónustunni fyrir aðra, því
auðugri verður hann sjálfur af lífinu í Guði.
Einu sinni var Sundar á ferð ásamt öðrum manni uppi í
snæviþöktum háfjöllum Tíbets, langt frá mannabygðum. Það
var aftakastormur og stórhríð og svo kalt, að þeir voru farnir