Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 78
74
Hálfdan Helgason:
Prestafélagsritið.
að 'efast um, að þeir næðu til bygða. Fundu þeir þá mann,
er lá á jörðunni og var í þann veginn að frjósa í hel. Sundar
vildi reyna að bjarga manninum, en félagi hans kvað slíka
tilraun aðeins mundi verða til þess, að enginn þeirra kæmist
lífs af, og hann yfirgaf þá báða. Sundar lyfti manninum upp
á axlir sér og hélt áfram ferð sinni. Veittist Sundar mjög
erfitt að rogast áfram með þunga byrði sína, enda var hann
loppinn á höndum og fann varla til fótanna vegna kulda. En
smátt og smátt hitnaði honum við erfiðið og frá honum
streymdi svo hitinn inn í hálfdauða manninn, svo að hann að
nokkurri stundu liðinni gat gengið með aðstoð og stuðningi
Sundars. Er þeir komu til bygða, fundu þeir hinn félagann;
lá hann frosinn í hel rétt fyrir utan þorpið, er þeir ætluðu til.
Þetta atvik færði Sundar heim sanninn um sannleik orða Krists:
»Hver sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, en hver sem
týnir lífi sínu mín vegna, hann mun finna það« (Matt. 16, 25.).
En þjónustan er erfið, því að henni fylgja oft andstreymi
og mótlæti. Þjónn drottins er ávalt að einhverju leyti líka
krossberi drottins. Enginn hefir eins fundið til þessa og Sund-
ar Singh sjálfur. En »krossinn« er honum »lykillinn að himna-
ríki« og þá skoðun hefir hann á öllu andstreymi og böli,
sem mætir mönnunum yfirleitt. Alt böl, er mætir manninum,
hvort sem hann er þjónn Krist eða ekki, er sama eðlis og
hefir sama tilgang. Sundar hafnar algerlega »Karma«-kenn-
ingunni, um að sérhver sorg, ógæfa eða sjúkdómur, sem að
höndum beri, sé refsing fyrir syndir drýgðar í fyrra lífi. Eins
og óttinn eitt sinn knúði fugl, sem annars ávalt fælist menn-
ina, til þess að fljúga undan áleitni hauksins í keltu Sundars,
þannig knýja þjáningarnar marga menn til að leita sér hælis
í skauti frelsarans. Vilji nýfædda barnið ekki hljóða og gráta,
þá verður að gefa því smáhögg, til þess að andardráttur þess
geti þanið út hin samanþjöppuðu lungu. Þannig verður Guð
stundum að gefa manninum þjáningar- og þrengingar-högg, til
þess að knýja fram andardrátt bænarinnar. Oft er það, að
tærar lindir vella fram á vatnslausum stöðum, þegar jarð-
skjálftar hafa umturnað þeim. Þannig verða jarðskjálftar mót-