Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 82
Preslafélagsritiö.
78 Bjarni Jónsson:
oss ilm þekkingar sinnar verða augljósan á hverjum stað«.
(2. Kor. 2. 14.).
En þá er einnig réttmætt og sjálfsagt að segja frá sigur-
förinni og gefa Guði dýrðina, því að hann notar mer.nina
sem verkfæri; að loknu starfi hverfa þeir, en blessunin verður
eftir, og Guð kallar og útvelur nýja menn, því að Guð er
hinn starfandi Guð. En til þess að þekkja starfið, sem Guð
blessar, er nauðsynlegt að kynnast mönnunum, sem kallaðir eru.
Eg ætla að segja frá einum manni og líta á það starf, sem
Guð hefir látið hann framkvæma. Maður sá er dr. John R.
Mott. Miljónir manna kannast við manninn og starf hans,
og í mörgum löndum er nafn hans nefnt með þakklæti og
kærleika.
John R. Mott fæddist 25. maí 1865 í Livingstone Manor í
New Vork ríkinu, en fluttist barn að aldri með foreldrum sín-
um til Postville í Iowa. Stundaði hann nám við Upper Iowa
College og naut kristilegs uppeldis á heimili sínu. En svo virð-
ist sem uppeldið hafi mótast af nokkrum strangleika, og víst
er það, að piltinn langaði til þess að breyta til og kynnast
mentalífi annarstaðar. Veittu foreldrar hans honum þetta leyfi,
og flutti hann til íþöku og tók að stunda nám við Cornell
háskóla. Lagði hann sérstaklega stund á sögu, heimspeki og
stjórnfræði. Var sú löngun rík hjá honum að verða stjórn-
málamaður. Námið gekk ágætlega. Hann varð »bacheIor of
arts«, síðar »master of arts«, og margir þeir, er veittu gáfum
hans og lærdómi nána eftirtekt, vildu, að hann yrði prófessor
í heimspeki, og var honum í því skyni boðinn styrkur, til þess
að geta ferðast um Evrópu og bætt við lærdóm sinn.
Árið 1910 var hann kjörinn heiðursdoktor í lögfræði við
háskólann í Edinborg, og um allmörg ár hefir hann verið
meðlimur í hinu enska félagi »Royal geographical society«.
Á námsárunum hallaðist Mott aðallega að skoðunum frí-
hyggjumanna; vandaði hann dagfar sitt og vildi taka þátt f
mannúðar- og líknarstarfsemi. Hann valdi sér það hlutverk að
heimsækja fangana, langaði hann til að bera birtu inn í fang-
elsin með því að lesa góðar bækur fyrir fangana, tala við þá