Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 83

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 83
Prestafélagsritið. John R. Mott. 79 og fræða þá. En hann fann við hverja þá heimsókn, að fræði- kerfi nægja ekki til þess að veita sálarfrið, og í hjarta hans var óljós þrá eftir þessum friði. Svo bar við, að árið 1886 kom til íþöku enskur stúdent, Studd að nafni. Menn vissu það um hann, að hann var einn hinn mesti íþróttamaður frá Cambridge, en það varð brátt kunnugt, að hann var einnig brennandi af trúaráhuga. Hinn merki prédikari Moody hafði þá nýlega ferðast um England og haldið margar kristnar samkomur og urðu þá margir ungir mentamenn fyrir kristilegum áhrifum, og meðal þeirra var Studd. Vakti það ekki litla athygli, er Studd og ýmsir hinir fremstu meðal hinna ungu mentamanna fóru sem kristniboðar til Kína. Það var á leið þangað, að Studd kom til Ameríku árið 1886. Hélt hann kristilegar samkomur í ýmsum háskólabæjum og hlustuðu stúdentarnir á boðskap hans, og urðu margir fyrir ógleymanlegum áhrifum. Studd talaði einnig á Cornell háskóla og hafði fyrir texta Jerem. 45, 5: >Þú girnist svo mikið þér til handa. Girnst það eigi«, og sem viðbótartexta hafði hann Matt. 6, 33: »Leitið fyrst guðsríkis og réttlætis«. Mott bjó þá í húsi K. F. U. M. Framkvæmdarstjóri félags- ins hvatti þá, sem þar bjuggu. til þess að hlusta á Studd. Þessari áskorun hlýddi Mott, og hann kveðst stöðugt vera í þakkarskuld við K. F. U. M. vegna þess, að innan vébanda þess félags hafi honum verið bent á að hlusta á þann boð- skap, sem varð honum til svo ómetanlegrar blessunar og ger- breytti lífi hans og lífsstefnu. Textinn, sem Studd lagði út af, hafði mikil áhrif á Mott, jafnvel þó að engin ræða hefði verið haldin. Studd var ekki mælskur, en hann talaði af mikilli alvöru og sannfæringu, og orð hans náðu að hjartanu og kölluðu á viljann. Mott langaði til að kynnast þessum unga manni, er átti svo ákveðna og lifandi trú; hann heimsótti því Studd að morgni hins næsta dags. Var þá Studd í íþróttabúningi sínum og var að lesa í bíblíunni, til þess að búa sig undir daginn. Attu þeir langt samtal, og geymir Mott minninguna um þá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Prestafélagsritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.