Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 83
Prestafélagsritið.
John R. Mott.
79
og fræða þá. En hann fann við hverja þá heimsókn, að fræði-
kerfi nægja ekki til þess að veita sálarfrið, og í hjarta hans
var óljós þrá eftir þessum friði.
Svo bar við, að árið 1886 kom til íþöku enskur stúdent,
Studd að nafni. Menn vissu það um hann, að hann var einn
hinn mesti íþróttamaður frá Cambridge, en það varð brátt
kunnugt, að hann var einnig brennandi af trúaráhuga. Hinn
merki prédikari Moody hafði þá nýlega ferðast um England
og haldið margar kristnar samkomur og urðu þá margir ungir
mentamenn fyrir kristilegum áhrifum, og meðal þeirra var
Studd. Vakti það ekki litla athygli, er Studd og ýmsir hinir
fremstu meðal hinna ungu mentamanna fóru sem kristniboðar
til Kína. Það var á leið þangað, að Studd kom til Ameríku
árið 1886.
Hélt hann kristilegar samkomur í ýmsum háskólabæjum og
hlustuðu stúdentarnir á boðskap hans, og urðu margir fyrir
ógleymanlegum áhrifum. Studd talaði einnig á Cornell háskóla
og hafði fyrir texta Jerem. 45, 5: >Þú girnist svo mikið þér
til handa. Girnst það eigi«, og sem viðbótartexta hafði hann
Matt. 6, 33: »Leitið fyrst guðsríkis og réttlætis«.
Mott bjó þá í húsi K. F. U. M. Framkvæmdarstjóri félags-
ins hvatti þá, sem þar bjuggu. til þess að hlusta á Studd.
Þessari áskorun hlýddi Mott, og hann kveðst stöðugt vera í
þakkarskuld við K. F. U. M. vegna þess, að innan vébanda
þess félags hafi honum verið bent á að hlusta á þann boð-
skap, sem varð honum til svo ómetanlegrar blessunar og ger-
breytti lífi hans og lífsstefnu.
Textinn, sem Studd lagði út af, hafði mikil áhrif á Mott,
jafnvel þó að engin ræða hefði verið haldin. Studd var ekki
mælskur, en hann talaði af mikilli alvöru og sannfæringu, og
orð hans náðu að hjartanu og kölluðu á viljann.
Mott langaði til að kynnast þessum unga manni, er átti svo
ákveðna og lifandi trú; hann heimsótti því Studd að morgni
hins næsta dags. Var þá Studd í íþróttabúningi sínum og
var að lesa í bíblíunni, til þess að búa sig undir daginn.
Attu þeir langt samtal, og geymir Mott minninguna um þá