Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 84
Prestafélagsritið.
80 Bjarni Jónsson:
stund sent sérstaka gjöf frá Quði; þá var Guð áreiðanlega að
kalla á þjón sinn.
Nú hófst á næstu dögum og vikum mikil sálarbarátta hjá
Mott, en henni lauk þannig, að andinn sigraði og Jesús
Kristur fékk yfirráðin. Frá þeim tíma valdi Mott sér þessi
orð sem einkunnarorð: »Þannig skyldi Kristur verða sá, sem
fremstur væri í öllu* (Kól. 1, 18).
Tók Mott nú að lesa biblíuna af miklum áhuga, og á þann
hátt styrktist viljalíf hans, enda leggur hann mikla áherzlu á
sameiningu trúar og vilja. Þetta sama sumar var Mott á kristi-
legum stúdentafundi í Northfield. Á þeim fundi var Moody,
og veitti hann hinum unga manni eftirtekt, og sagði við einn
af aðalleiðtogum fundarins: »Missið ekki sjónar á þessum
manni. Hann muu framkvæma mikið í heiminum*.
Við háskólann tók Mott mikinn þátt í starfi hins kristna
stúdentafélags. Var hann aðalhvatamaður þess, að félagið
eignaðist vandaða byggingu.
Árið 1888, er Mott var nýbúinn að ljúka námi, varð hann
yngsti framkvæmdarstjórinn í stúdentadeild K. F. U. M. í
Ameríku, og nokkru síðar aðalframkvæmdastjóri hinnar sömu
deildar. Um þetta leyti kvæntist hann, og er hona hans systir
dr. White forstöðumanns biblíuhússins í New Vork og systir
hins þekta kristna starfsmanns Campbell White. Sjálf er hún
stúdent, og manni sínum mikil stoð í hans mikla starfi. Eiga
þau 2 sonu og 2 dætur, og er eldri sonurinn mjög áhuga-
samur og brennandi í anda, og hefir tekið að sér vandasamt
kristilegt starf, og er talinn mjög líkur föður sínum.
Undir stjórn John Motts blómguðust hin kristilegu stúdenta-
félög. Á 3 árum heimsótti hann skólana víðsvegar um Norð-
ur-Ameríku, hélt fjöldamargar samkomur og stofnaði félög.
Árið 1891 kom hann til Evrópu, og var á alheimsfundi K. F.
U. M. í Amsterdam.
Það var eitt af áhugamálum Motts, að kristileg stúdentafélög
sameinuðust og að stofnað yrði veraldarsamband félaganna; tal-
aði hann um þetta við ýmsa mæta menn, er hann kyntist á fund-
inum í Amsterdam, og var þetta mál rætt á næstu árum inn-