Prestafélagsritið - 01.01.1924, Qupperneq 87
Prestafélagsritiö.
John R. Mott.
83
Nokkru síðar fékk hann áskoranir um að koma til Suður-
Afríku. Fór hann þangað 1907 og var kona hans með hon-
um. Starfaði hann þar jafnt með hvítum mönnum og svörtum
og vann þar mikið blessunarverk. Frá Suður-Afríku hélt hann
beint til Suður-Ameríku. Voru þar 70,000 stúdentar, er skift-
ust á 600 skóla. Virtist Mott sem trúin væri þar áhrifalítil og
og að freistingarnar ættu þar greiðari aðgang að stúdentum
en víðast hvar annarstaðar. En eftir komu hans þangað hófst
blessunarríkt starf meðal stúdenta þar.
Þvínæst fór hann enn á ný til Kína og Japan. Hélt K. F.
U. M. þá fulltrúafund í Shanghai og stúdentar fulltrúafund í
Tokio. Ferðaðist Mott um í þessum löndum og hélt fjölda-
margar samkomur.
Hér skal nefnt eitt dæmi starfsaðferðar hans: Hann hélt
guðsþjónustu fyrir stúdenta í stórri kirkju í Tokio. Þar voru
um 1500 manns, alt æskulýður, mentaðir karlar og konur.
Um hvað talaði Mott? Hann talaði, eins og hann er vanur,
til samvizkunnar, sýndi hver afleiðing syndarinnar er, en benti
á Krist, sem leysir fjötrana, svo að menn verða frjálsir.
Talaði hann í 1 >/2 tíma. Kvaðst hann vera fús til þess að
tala við þá, sem vildu kynnast Kristi, og tileinka sér þá trú,
sem veitir sigur.
Helmingur áheyrenda varð eftir. Nú talaði hann á ný til
þeirra. Spurði hann þá: Eru hér nokkrir, sem vilja verða
kristnir? Stóðu þá um 100 upp. Voru skráð nöfn þeirra og
heimili, og nafnalistinn afhentur presti kirkjunnar.
En komu nú nokkrir af þessum 100 aftur til kristinnar
guðsþjónustu? Já, allir, og nokkrir bættust við.
A eftir samkomunum talar Mott við þá, er þess æskja, og
verður hann þá oft að vaka langt fram á nótt. En hann telur
það sjálfsagt, enda segir hann svo: »Til þess að geta hjálpað
öðrum, verður maður að vera fús til þess að fórna einhverju
af sínum eigin lífskrafti«.
Það var á þessari ferð hans í Japan, að rúmlega 1000
stúdentar lýstu því yfir, að þeir vildu verða kristnir. Og innan