Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 88
84
Bjarni Jónsson:
Prestafélagsritiö.
6 mánaða voru 200 af þeim skírðir í hinum ýmsu kirkju-
deildum og síðar bættust fleiri við.
Þannig er starfað, meðan ýmsir bæði hér heima og annar-
staðar setjast niður og reyna að reikna út, hve mikið kosti
að kristna einn heiðingja; þannig er starfað, meðan menn
setjast við skrifborðið og reikna út, hvort það borgi sig í
þessu efni að hlýða skipunum Jesú Krists. En á meðan starf-
ar John Mott og þúsundir manna og guðsríki breiðist út, því
að fyrirheitið fylgir skipuninni.
Einn þessará 200 skírðu manna hélt samkomu og sagði:
>Fyrir 6 árum hlustaði eg á dr. Mott, og þá þekti eg ekki
Jesú Krist. En nú þekki eg kraft Krists og vígi honum líf
mitt, til þess að vinna félaga mína fyrir hann.
Veturinn 1908—9 var Mott enn í Evrópu, ferðaðist hann
um Ítalíu, Ungverjaland, Rússland og Norðurlönd. Ari síðar
var hann á hinum stærsta kristniboðsfundi, er sögur fara af,
og haldinn var í Edinborg sumarið 1910. Að þeim fundi
loknum starfaði hann í ýmsum nefndum, er kosnar höfðu verið
á fundi þessum. Næsta ár fór hann til Tyrklands og var full-
trúafundur kristilegrar stúdentahreyfingar haldinn í Konstan-
tínópel og voru þar fulltrúar frá 36 þjóðum. Því næst ferðaðist
Mott um Serbíu, Búlgaríu og Austurríki.
Menn skyldu ætla, að maður sem hefir svona mikið starf
með höndum réði einn öllu, og kærði sig lítið um að hlusta
á tillögur annara. En Mott spyr einmitt um álit og skoðanir
annara, hann hlustar einnig á hina ungu og óreyndu. Hann
skrifar á lausa seðla, það er hann heyrir og vill íhuga nánar.
Gæddur er hann ágætu minni og er mannglöggur mjög, vilja-
fastur, einbeittur, og menn finna, að djörfung hans er sam-
fara kærleika. Hann er rólegur og í sálarlegu jafnvægi, aldrei
æstur í skapi. Þessvegna er svo auðvelt að starfa með honum.
í lok ársins 1912 og í byrjun 1913 ferðaðist hann enn um
Indland, Kína og Japan og fleiri Iönd. Fimm aðstoðarmenn
fylgdu honum, þar á meðal sonur hans, er var einkaritari
hans og hraðritari á samkomunum. Annar bókfærði umræður
og ályktanir á þeim 20 fulltrúafundum, sem haldnir voru, og