Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 91
Prestafélagsritið.
John R. Mott.
87
mánuði var eg í London og enn ekki búinn að kaupa far-
seðil. En góður vinur minn einn, sem ætlaði með skipinu,
hvatti mig til fararinnar.
En úr þessu varð ekki. Eg fór með skipi, sem hét »Lap-
land«, og varð Sherwood Eddy mér samferða. En á leiðinni
vakti þjónninn mig eina nótt og skýrði mér frá, að þráðlaust
skeyti væri nýkomið, er segði frá því, að »Titanic« væri að
sökkva og um 1600 manns væru með skipinu. Eg náði þegar
í Eddy, og kom okkur saman um, að Guð ætlaði okkur enn
starf í heiminum, starf fyrir hann. Þetta Ieiðir til sjálfsprófunar,
til auðmýktar frammi fyrir Guði, til bænar«.
Þannig talar bænarinnar maður, sem treystir Guði. Ræður
hans bera þess ljósan vott, að þær eru ritaðar af biðjandi
manni. Eg hugsa um bækur hans: »Bæn í einrúmi«, »Morg-
unvakan*, »Biblíulestur til stuðnings persónulegum vexti trú-
arinnar«.
Guðs orð og bæn — það eru lindirnar, sem dr. Mott
sækir kraft úr. Mott segir frá því, hve það hafi gripið hann
að sjá hina miklu náttúrufegurð á Ceylon, og þó hafi það
horfið í samanburði við þá fegurð, að sjá stúdentana þar
snemma morguns í skógargöngunum með biblíuna, sem þeir
voru að lesa í, til þess að búa sig undir daginn.
Eg skal nefna fleiri bækur hans. »Kraftur Jesú Krists í lífi
stúdentsins*, »Jesús Kristur — raunveruleiki«. Sú bók hefir
verið mér til mikillar hjálpar. Ein bókin ber heitið »Helgun«,
önnur »Trúarvakning við háskóla«, ennfremur »Hversvegna
eykst í ýmsum löndum tala þeirra stúdenta, sem trúa á Jesú
Krist?«, enn ein: »Fyrirbæn — það sem nú ríður mest á«.
Margar merkar og skýrar bækur hefir hann ritað um kristni-
boð, og meðal þeirra stóra og fróðlega bók um vöxt og efl-
ingu kristindómsins út á við »Strategic points in the World’s
conquest*.
En nú kann einhver að hugsa: Hvernig er þessi áhuga-
sami starfsmaður gagnvart kirkju og prestum? Hann styður
l>á og talar máli þeirra. Mjög gagnorða bók hefir hann ritað
nm »framtíðar leiðsögustarf innan kirkjunnar«, þar sem hann