Prestafélagsritið - 01.01.1924, Qupperneq 94
90 Bjarni Jónsson: John R. Mott. Prestaféiagsritio.
fylgt, og eftir að bænir voru fluttar, kynti erkibiskupinn dr.
Mott söfnuðinum og nefndi hann »einn af forvígismönnum
kristinnar kirkju*, og bað hann tala. Á þennan hátt mættust
hendur frá austri og vestri, mættust í þessu að flytja boðskap
Krists til æskulýðsins. Á eftir guðsþjónustunni var lagður
hyrningarsteinn að K. F. U. M. byggingu á fögrum stað í
bænum, og var lóðin, mörg hundruð þúsunda króna virði,
gefin af bænum.
Degi síðar heimsótti Mott klaustrin á Athoshöfða. Var fagn-
andi tekið á móti honuin af hinni heilögu »Synodu«, og í guðs-
þjónustunni var beðið fyrir dr. Mott og starfi hans. Biskup-
inn sagði meðal annars: »Á liðnum öldum hafa margir kon-
ungar og tignarmenn verið boðnir velkomnir hér, en engum
fagnað með meiri gleði en dr. Mott í dag«.
Það er talað um sundrung hinna kristnu. En hér er mynd
af því, hvernig menn geta verið eitt í Kristi.
Þetta er örlítið brot úr æfisögu John Motts. Það er ekki
gott að segja, hvað á að velja og hverju að hafna úr svo
efnismikilli æfisögu.
En eg vil með þessari lýsingu benda mönnum á að kynn-
ast þessu starfi.
Það er fróðlegt að þekkja sögu liðinna tíma.
En það er gleðilegt og styrkjandi um að hugsa, að kirkja
Krists starfar, og að hlið Heljar munu ekki sigrast á henni,
því að með í verkinu er hann, sem segir: »Sjá, eg er með
yður alla daga alt til enda veraldarinnar«. Það er hinn mikli
leyndardómur kærleikans, að hann ávalt heldur áfram að
raða lifandi steinum í sitt heilaga musteri.
Fyrirheiti Drottins eru enn í gildi, fyrirheiti um kraft og
sigur, og þessi fyrirheiti eru einnig send hinni íslenzku kirkju.
Um leið og eg hefi verið að skrifa þetta æfisögubrot, þá hefir
verið bæn í hjarta mínu, bæn um, að hin íslenzka kirkja og
vér þjónar hennar megum fá meiri hlutdeild í hinum sigr-
andi krafti.