Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 97
Prestafélagsritið.
Kristur blessar gleðina.
93
hve vel hann getur lýst hinum ýmsu tegundum gleðinnar. Hann
lýsir starfsgleðinni, bæði í sveit og kaupstað, bæði við bæjar-
og búsýslustörf. Hann lýsir gleði þeirra sem hirða vel um sitt
og sjá af því ávöxt. Hann lýsir gleðinni þegar heimili er stofn-
að og hann lýsir síðan föður- og móðurgleðinni átakanlegar
og einfaldar, en nokkur annar. Vér sjáum af ræðum og dæm-
um Jesú, að hann hefir elskað gleðina. Hann hefir verið
gleðivinur og gleðigjafi hvar sem hann fór.
Gesturinn, sem til vor kæmi frá öðrum trúarbragðaflokkum,
mundi undrast þetta. Mér er jafnvel ekki grunlaust um, að
sumir innan kristninnar undrist þetta Iíka! Þeir munu ein-
mitt spyrja, hvort Jesús hafi þá ekki komið auga á öfgar
gleðifýsnanna, og hve þær öfgar gætu trylt menn og látið þá
gleyma skyldum sínum og velsæmi og jafnvel öllu, sem gott
er? Jú, vissulega hefir Jesú verið það ljóst. En hvernig stend-
ur þá á því, að hann talar svo sjaldan um það. Hann minn-
ist vissulega sjaldan á þær hættur. En hann minnist ‘átakan-
lega á þær, þegar hann gerir það. Hún er átakanleg sagan
um soninn, sem heimtar peningana af föður sínum, til þess
að eyða þeim á skemtunum með vinstúlkum sínum, og endar
svo á því að öfunda jafnvel svínin af drafinu, þegar alt ann-
að var þrotið.
Jesús hefir þekt þær hættur! En hann vinnur ekki á móti
þeim með því að átelja og ávíta. Hann vinnur á móti þeim
með því að draga upp myndina átakanlegu af öllu hinu ynd-
islega, sem ungi maðurinn hefir farið á mis við og hafnað.
Hann sýnir, hve ungmennið getur verið blint, að hafna heim-
ilisgleðinni og órjúfandi föðurástinni fyrir glaumsins ginningar,
sem draga hann niður í svínadrafið.
Og þarna sjáum vér einmitt starfsaðferð Jesú. Hann reynir
ekki að vinna á móti hættum og öfgum gleði- og skemtana-
fýsnanna, með skipunum eða ávítunum, heldur gerir hann það
með því að opna augu mannanna og sýna þeim annað enn
yndislegra og unaðarfyllra.
Og nú munum vér sjá hversvegna hann blessar gleðina í
brúðkaupinu, og byrjar jafnvel starf sitt á því að blessa hana.