Prestafélagsritið - 01.01.1924, Qupperneq 98
94
Þorsteinn Briem:
Presiafélagsritiö.
Hann er að blessa það, sem hann elskar. Hann skoðar heim-
ilið, sem hið rétta heimkynni allrar gleði og ánægju. Og hann
ætlar heimilisgleðinni að vera vernd og varnarmúr móti hætt-
um og öfgum hinnar óhollu gleðifýsnar.
Á ]esú dögum var brúðkaupið heimilishátíð og ættar- og
fjölskylduhátíð í enn fyllra skilningi, en á vorum dögum. Menn
fylgdu þar fornum lands- og ættarvenjum, jafnvel í smáatrið-
um. Og ekki þarf að taka það fram, að þar sem vínið er
heimaræktuð fæða eins og á Gyðingalandi og daglega notað
með brauðinu í stað viðbits, þar er vínið alls ekki sambæri-
legt við hina brendu og tilbúnu drykki, sem vér norðurþjóðir
höfum notað til að drekka frá oss vit, efni og mannsæmd.
Eða getur nokkur yðar hugsað sér ]esú innan um menn
með ofdrykkjulátum? Gætum vér hugsað oss að hann hefði
viljað nota mátt sinn til að halda þeim við eða auka á þau?
Nei, það mundi engum yðar geta komið til hugar.
Hann leggur því blessun sína yfir heimilisgleðina, ekki með
því að blessa eitrið, sem mennirnir hafa fundið upp, heldur
með því að blessa og auka ljúffengasta vistaforðann, sem
heimilið notar bæði daglega og til að gæða á gestum sínum.
Og hvað getur þá guðspjallið fyrst og fremst sýnt oss?
Það sýnir oss ]esú. Það sýnir oss skoðun hans á atriði,
sem oft er um deilt og jafnvel trúarbrögðin hafa mjög gagn-
stæðar skoðanir á. Og það sýnir oss starfsaðferð ]esú, er
hann vill vinna á móti æskuhættunum á mikilsverðu sviði. Og
eitthvað mundi að líkindum mega af því læra. Af eigin sjón
og raun munum vér allflest þekkja það, sem nefna má æsku-
hættur. Æskuspilling munum vér ef til vill þekkja fá. En
æskuhætturnar og æskuöfgarnar eru margar. Og margar
þeirra eru einmitt sprotnar af gleðilöngun og gleðiþrá, sem
ekki hefir náð hreinni rás. Ekki náð að þroskast eðlilega,
heldur lent í öfgum. Gleðiþráin er Guðs gjöf. Hún sjálf er
ekki synd, eins og sum heiðnu trúarbrögðin hafa gefið í skyn, -
og jafnvel heiðniblandin kristni hefir hallast að oft og einatt.
Það sjáum vér og lærum af ]esú. En hve mörg góð Guðs