Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 101
Prestafélagsritið.
Kristur blessar gleðina.
97
allan hópinn sinn þarf að fæða og klæða. Þá fer ómegð æsk-
unnar að verða þung! Þá öfunda eg nærri því þá æskumenn,
sem verða nær einir að vinna fyrir heilsubiluðum foreldrum og
ungum systkinum sínum. Það er að vísu sárt fyrir æskuna að
verða að bera áhyggjur fyrir þungu heimili, í stað þess að
leika sér. En það er sæla hjá hinu að þekkja ekkert hnoss
annað, og vilja ekkert annað, en að njóta og leika sér. Gleði-
þráin er Guðs gjöf. Og við þá æsku, sem tekur byrðar sinna
sér á bak mun Guð segja: „Þína gleðiþvá b/essa eg“! En
við þann, sem enga byrði vill bera, nema ómegðarþunga
nautna sinna og eyðslufýsnar, mun hann segja: — Þinni
gleðiþrá böiva eg, á þér og á niðjum þínum, ef þú ekki
bætir ráð þitt!
Og ef vér eigum á hættu, að sú bölvan komi yfir oss og
börn vor, hvað eigum vér þá að gera til að forða börnum
vorum frá þeirri hættu? Vér eigum að læra af ]esú. Oss
gagna ekki heimsádeilurnar. Oss gagnar það minst að tala
um fyrir þeim. Oss gagnar ekkert, nema að sýna þeim og
kenna þeim að elska heimilisgleðina, eins og ]esús gerði.
Hann hefir ef til vill ekki ætlað þessum ungu lærisveinum
öllum að stofna heimili. Þó byrjar hann sitt kennarastarf á
því að sýna þeim heimilisgleðina þar sem hún er glæsilegust.
Hann telur þá ekki fullþroskaða menn, hann telur þá jafn-
vel ekki hæfa til annarar kenslu, fyr en þeir hafi séð gott
heimili og lært að láta sér þykja vænt um það. Og í þessu
efni ætla eg að menn geti enn lært af ]esú. Ef æskunni
lærist ekki að elska gott heimili, og að meta heimagleðina
jafnmikils annari gleði, þá er sú æska ekki kensluhæf! Og
lífið mun þá að jafnaði þurfa að taka á henni þéttum tökum,
ef hún á að verða það nokkurntíma.
Æskumaður og æskumær! Þú mátt taka mark á þessu, að
þegar ]esús Kristur vildi opinbera hinum fyrstu lærisveinum
sínum dýrð sína, þá fór hann á glaðvært heimili til þess að
opinbera dýrð sína þar. Tak mark á þessu, að kjörni stað-
urinn er ekki götur borgarinnar eða fjölsóttustu samkomu-
kúsin, heldur heimi/i þar sem æska og elli eiga sameigin-
7