Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 106

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 106
102 Haraldur Níelsson: Prestafélagsritið. um réttlæti Guðs, geta í mesta lagi«, segir hann, »leitt oss að þröskuldi líkindanna, en ekki inn í musteri vissunnar“. En þangað þarf nútíðarmaðurinn að komast. Auðvitað tekur höf. og til athugunar orðin, sem höfð eru í N. tm. eftir Kristi upprisnum. Telur hann þau sum munu úr lagi færð eða þá beint frá jarðvistar-árum hans. Eftirtektar- vert mjög er það, sem hann segir um ummælin í niðurlagi Matteusarguðspjalls, er margir guðfræðingar hafa talið vafa- söm (og líklegast eru síðari viðbót við guðspjallið). Þar muni upphaflega ekki hafa verið um neina skírnarskipun að ræða, því að elzta mynd þeirra ummæla muni hafa verið: »Farið og gerið allar þjóðir að lærisveinum í mínu nafni*. Nafnfrægur rithöfundur í fornkirkjunni, Evsebius í Sesareu (f 340), til- færir þau orð jafnan svo í ritum sínum fram að vissu ári. En nú kem eg að því, sem í mínum augum er merkileg- ast við bókina. Prófessor Hoffmann sýnir fram á, að skoðun sú, sem sé svo algeng í vísindalegu guðfræðinni, að lærisveinarnir hafi aðeins séð sýnir og ef til vill heyrt einhver orð, komi illa heim við frásögur guðspjallanna. Þá verði menn að strika of mikið út, telja of mikið helgisagnir. Hvað verði t. d. eftir af Emmaus-sögunni með því móti? Þessa sömu mótbáru hefi eg margoft komið með gegn ný- guðfræðingunum þýzku. Það er áreiðanlega víst, að biblíu- rannsóknir nýguðfræðinganna hafa ekki leyst úr þessum vanda- spurningum: Hverrar tegundar voru þau fyrirbrigði, er læri- sveinarnir urðu fyrir? Og hvernig gerðust þau fyrirbrigði? Höfundurinn finnur mörgum vísindamönnum það til foráttu, að þeir hafi svo smásálarlegt sjónarmið, að fyrir rannsóknir þeirra sé ekkert til nema þessi heimur. En svo einhliða skoðanir stafi af ófullkominni hugsun. Það séu ekki »hlutir þessarar veraldar, sem séu viðfangsefni sannra, nákæmra, óhlutdrægra, ráðvandra vísinda, heldur eftirgrenslan sannleikans«. Hið raun- verulega geti samkvæmt hugtaki sínu alveg eins verið eitthvað himneskt (yfir-jarðneskt) eins og jarðneskt. Það, sem auðkent hafi reynslu lærisveinanna, hafi verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Prestafélagsritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.