Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 107
Prestaféiagsritiö. Merkileg bók um upprisu Krists. 103
þetta: Þeir sáu alt í einu lifandi mannsmynd fyrir framan sig,
töluðu við hana um stund, en því næst hvarf hún þeim
skyndilega aftur. Hér sé því um svonefnt líkamningafyrir-
brigdi að ræða.
II. kafli bókarinnar (bls. 73—122) er allur um rannsóknir
nútíðarmanna á þeim merkilegu fyrirbrigðum.
Fyrst gerir hann grein fyrir kenningunum um útfrymið
(teleplasma) og hvernig tilvera þess sé sönnuð með marg-
endurteknum vísindalegum tilraunum, og skýrir því næst frá
hinum svonefndu tvífara-fyrirbrigðum, er lifandi maður sést á
öðrum stað en þar, sem efnislíkami hans er á því augnabliki.
Nefnir hann ýms kunn dæmi þess furðulega fyrirbrigðis,
svo sem kenslukonuna Emilie Sagée og sýn sænska baróns-
ins Eduards von Salza, er hinn alkunni Jung-Stilling segir frá
í bók sinni »Taschenbuch fiir Freunde des Christentums*
(prentuð 1814, bls. 143—147). Þegar baróninn kom eitt sinn
heim um miðnætti (24. júní 1799), á landsetri sínu, gekk faðir
hans f móti honum, alklæddur með staf í hendi. Honum varð
ekki bilt, því svo bjart var, að lesa mátti í bók, og hann
hélt, að þetta væri í raun og sannleika faðir sinn. Baróninn
heilsaði föður sínum og talaði Iengi við hann. Síðan gengu
þeir saman inn í húsið. En hver fær Iýst undrun barónsins,
er hann var kominn inn í stofuna, þar sem faðir hans svaf?
Faðir hans lá þar afklæddur í rúminu, í fasta svefni, en sýnin
var horfin. Litlu síðar vaknaði hann og starði á son sinn.
Kvað hann sig hafa dreymt, að sonur sinn hefði fallið í á og
væri kominn hætt að drukna; varð hann því mjög glaður og
þakkaði Quði, að sonurinn væri þar heill kominn. En sjálfur
var baróninn skelfdur út af því að koma að föður sínum
þarna sofandi í rúminu, því að hann hélt, að sýnin væri ills
viti. Samt sagði hann föður sínum frá sýninni; en honum brá
hvergi, því að hann kvað slíkt oft hafa komið fyrir sig áður.
Faðirinn virðist hafa verið gæddur þeim hæfileik að geta
farið sálförum. En um drauminn er það að segja, að hann
reyndist vera sanndreymi, því að baróninn hafði við krabba-
veiðar dottið í á eina og verið kominn eitthvað hætt. I svefn-