Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 108
104
Haraldur Níelsson:
Prestafélagsritiö.
inum virðist faðir hans hafa orðið þess var, og umhyggjan
fyrir syninum hefir haft þessi áhrif á hinn sofandi mann, að
sálin losnar úr viðjum líkamans og getur sýnt sig í eins kon-
ar líkamning á öðrum stað.
Tvífara-fyrirbrigðin eru inngangur að hinum eiginlegu lík-
amninga-fyrirbrigðum, þeim er fengist hafa við tilraunir með
beztu miðlana. Telur höf. bókarinnar þar fremst allra hinar
frægu tilraunir efnafræðingsins enska, Sir Williams Crookes
(frb. Krúks), með miðilinn ungfrú Florence Eliza Cook. Þær
rannsóknir fóru fram árin 1872—74, og líkamningurinn, sem
birtist, kona, er nefndi sig Katie King, náði svo mikilli full-
komnun að lokum, að hún var eitt sinn sýnileg meðal fundar-
manna nær því tvær klukkustundir í einu; hún talaði; hún
söng; hún lét þreifa á sér, faðma sig, mæla slagæðina og
hjartsláttinn, og hún ritaði á blað í votta viðurvist. Vísinda-
maðurinn tók alls um 40 ljósmyndir af henni; á sumum þeirra
sást bæði Katie og miðillinn.
En prófessor Hoffmann lætur sér ekki nægja að segja frá
þessu frægasta dæmi líkamningar í sögu sálrænna vísinda.
Hann getur og um ýmsa aðra af frægustu líkamninga-miðl-
unum, svo sem frú Elísabeth D’Esperance, enska prestinn dr.
Monck, Mörthu Beraud o. fl. og merkustu tilraunirnar, er
með þá hafa gerðar verið.
Eg skal leyfa mér að nefna eina tilraunina, sem gerð var
með dr. Monck. Viðstaddir voru þrír merkismenn, sem allir
höfðu gott vit á að athuga þessa hluti: enski presturinn
Stainton Moses, náttúrufræðingurinn Alfred Russel Wallace
og Hensleigh Wedwood, mágur Darwins. Er miðillinn var
kominn í sambandsástand, sást fyrst hvítur blettur á vinstri
síðu hans, er stækkaði smátt og smátt og varð að lýsandi
skýi, sem því næst varð sem súla í lögun og náði miðlinum í
öxl. Þá gekk miðillinn lítið eitt til hliðar, en súlan var kyr á
sínum stað. En skýkent band sást liggja frá henni inn í mið-
ilinn, þar sem hvíti bletturinn hafði fyrst sést. Síðar færði
hún sig 5 til 6 fet frá miðlinum; kom þá á hana mannleg
mynd; sáust armar og hendur, og virtist það vera kona,