Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 109
Presíaféiagsritið. Merkileg bók um upprisu Krists. 105
hjúpuð slæðum. Hún hermdi hreyfingar eftir miðlinum (klapp-
aði saman lófunum). Að lokum færði hún sig aftur að miðl-
inum, varð daufari, minkaði og hvarf að síðustu inn í síðuna
á Monck presti, þaðan sem hún var komin.
Sem kunnugt er, gerði annar enskur prestur, Thomas
Colley, miklar tilraunir með þennan miðil, enda var hann
einn af brautryðjendum andahyggjunnar meðal Englendinga.
Þeirra tilrauna getur og Hoffmann í bók þessari.
Hann sýnir nú vandlega fram á, hvernig margháttaðar til-
raunir ýmissa sálarrannsóknamanna, svo sem þeirra dr. Karls
du Prel og dr. Crawfords, dr. von Schrenck-Notzings, frú ].
Bisson, Sir W. Crookes, dr. Geleys, F. Grunewalds verk-
fræðings, prófessors Feijáo (í Lissabon), H. Durville, Rochas
ofursta o. fl. hafi veitt oss nokkurn skilning á, hvernig þessi
fyrirbrigði gerist, þó að þau séu oss enn að sumu leyti
leyndardómur. Alt finst honum benda á það, að sálin sé hin
eiginlega veran, og fátt sýni það eins vel og tilraunir H.
Durville, er sannað hafa, að með dáleiðslu hefir honum tekist
að láta sál miðlanna yfirgefa líkamann í bili; kemur þá í Ijós,
að skynjunarhæfileiki hins jarðneska líkama hverfur, en flyzt
með hinum andlega líkama eða sálinni.
Af líkamningunum, sem hann segir frá, eru einna stórfeld-
astar þær lýsingar, er hann tekur eftir tveim þýzkum bókum:
Rátselhafte Erlebnisse eftir greifafrú Robinson-Grantham (útg.
1903) og Ohlhaver: Die Toten leben (Hamburg 1916 og
1918 síðara bindi). — Frásögn greifafrúarinnar, sem sjálf að-
hyltist ekki andahyggjuna, telur höf. ómetanlegt sönnunarskjal.
Á tilraunafundinum, sem hún var á, birtust bæði háir karl-
menn, grannvaxnar konur og smávaxin börn. Vmsir líkamn-
ingarnir voru svo greinilegir, að þeir þektust.
í síðari bókinni segir þýzkur stórkaupmaður frá reynslu
sinni. Hann hafði heyrt mikið látið af kvenmiðli einum, Betty
Tambke, sem var 23 ára gömul. Þetta var árið 1890. Hann
fór á fund hjá henni og þóttist þess fullvís, að ekki gæti
verið um annað en svik að ræða. Þeim svikum ætlaði hann
sér að koma upp. En hann komst á aðra skoðun við að