Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 110

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 110
Í06 Haraldur Níelsson: Prestafélagsritið »koma og sjá« og — þreifa á. Hann skoðaði líkamninga á eitthvað 70 fundum hjá þessum miðli. Hann sá meðal annars móður birtast, ganga að tveim börnum sínum, sem viðstödd voru, og kyssa þau. Því næst gekk hún að manni sínum, sem Iíka var viðstaddur, og settist stundarkorn í kjöltu hans. Þegar á fyrsta tilraunafundinum birtist faðir Ohlhavers kaupmanns. Varð syninum, sem komið hafði á fundinn með þeim hugsunum, er að ofan eru greindar, mikið um að sjá föður sinn. Gesturinn rétti honum báðar hendur, beygði sig niður að honum og kysti hann á ennið. Því næst lét hann hann strjúka hægri hendi nokkurum sinnum upp og niður eftir vangaskeggi sér, til þess að sannfæra hann um, að skegglagið væri sem í lifanda lífi. Sumar verurnar sýndu sig við hliðina á sofandi miðlinum, og ein þeirra að minsta kosti aflíkamaði sig stundum fyrir framan tjald myrkurbyrgisins, í augsýn allra fundarmanna. Verurnar, sem birtast á tilraunafundunum, segjast vera framliðnir menn. Vandamálið mikla verður þá að skera úr því, hvort hér sé að ræða um opinberanir úr öðrum heimi, er felist bak við gröf 03 dauða. Þeirri spurningu leitast prófes- sor Hoffmann við að svara í þriðja kafla bókar sinnar. Segir hann frá ýmsum dæmum, sem kunn eru flestum sér- fræðingum í þessum nýju fræðum og þykja bera af að því leyti, að óhugsandi er, að nokkur viðstaddur — hvorki miðill né fundarmenn — hafi getað vitað neitt um það, sem sagt er frá. Þykir höfundi bókarinnar þá sennilegast, að skeytin komi frá framliðnum mönnum, eins og þau líka segjast koma. Honum finst einna mest um sumar sannanirnar, sem komu hjá alþektu miðlunum D. D. Home og frú D’Esperance. Einkum telur hann óhrekjandi dæmið hjá síðar nefnda miðl- inum, er Svíi einn, nýlátinn í Ameríku, sagði til sín í ósjálf- ráðri skrift í Göteborg í Svíþjóð, áður en hugsanlegí var, að unt hefði verið að koma símskeyti um það heim til Svíþjóðar. Hann nefndi sig í skriftinni Sven Strömberg; kvaðst vera ný- dáinn vestur í Ameríku frá konu og börnum, en eiga ætt- ingja í Jemtlandi í Svíþjóð. Til þeirra vildi hann koma dánar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Prestafélagsritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.