Prestafélagsritið - 01.01.1924, Qupperneq 110
Í06
Haraldur Níelsson:
Prestafélagsritið
»koma og sjá« og — þreifa á. Hann skoðaði líkamninga á
eitthvað 70 fundum hjá þessum miðli. Hann sá meðal annars
móður birtast, ganga að tveim börnum sínum, sem viðstödd
voru, og kyssa þau. Því næst gekk hún að manni sínum, sem
Iíka var viðstaddur, og settist stundarkorn í kjöltu hans.
Þegar á fyrsta tilraunafundinum birtist faðir Ohlhavers
kaupmanns. Varð syninum, sem komið hafði á fundinn með
þeim hugsunum, er að ofan eru greindar, mikið um að sjá
föður sinn. Gesturinn rétti honum báðar hendur, beygði sig
niður að honum og kysti hann á ennið. Því næst lét hann
hann strjúka hægri hendi nokkurum sinnum upp og niður eftir
vangaskeggi sér, til þess að sannfæra hann um, að skegglagið
væri sem í lifanda lífi. Sumar verurnar sýndu sig við hliðina
á sofandi miðlinum, og ein þeirra að minsta kosti aflíkamaði
sig stundum fyrir framan tjald myrkurbyrgisins, í augsýn allra
fundarmanna.
Verurnar, sem birtast á tilraunafundunum, segjast vera
framliðnir menn. Vandamálið mikla verður þá að skera úr
því, hvort hér sé að ræða um opinberanir úr öðrum heimi,
er felist bak við gröf 03 dauða. Þeirri spurningu leitast prófes-
sor Hoffmann við að svara í þriðja kafla bókar sinnar.
Segir hann frá ýmsum dæmum, sem kunn eru flestum sér-
fræðingum í þessum nýju fræðum og þykja bera af að því
leyti, að óhugsandi er, að nokkur viðstaddur — hvorki miðill
né fundarmenn — hafi getað vitað neitt um það, sem sagt
er frá. Þykir höfundi bókarinnar þá sennilegast, að skeytin
komi frá framliðnum mönnum, eins og þau líka segjast koma.
Honum finst einna mest um sumar sannanirnar, sem komu
hjá alþektu miðlunum D. D. Home og frú D’Esperance.
Einkum telur hann óhrekjandi dæmið hjá síðar nefnda miðl-
inum, er Svíi einn, nýlátinn í Ameríku, sagði til sín í ósjálf-
ráðri skrift í Göteborg í Svíþjóð, áður en hugsanlegí var, að
unt hefði verið að koma símskeyti um það heim til Svíþjóðar.
Hann nefndi sig í skriftinni Sven Strömberg; kvaðst vera ný-
dáinn vestur í Ameríku frá konu og börnum, en eiga ætt-
ingja í Jemtlandi í Svíþjóð. Til þeirra vildi hann koma dánar-