Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 113
Prestafélagsritiö. Merkileg bók um upprisu Krists. 109
gerum þrjár tjaldbúðir, þér eina, og Móse eina, og Elía eina«.
Hann hyggur, að Pétri hafi þótt þeir Móse og Elía svo lif-
andi, að óhugsandi væri að þeir gætu horfið þegar aftur.
Tjaldbúðirnar vilji hann því reisa, til þess að þeir geti dvalist
sem lengst. Hin tilgátan, sem t. d. þeir Englendingarnir dr.
Abraham Wallace og dr. Ellis Powel hafa haldið fram, finst
mér sennilegri, að þessar tjaldbúðir, sem Pétur talar um, séu
eins konar byrgi, er geri þeim léttara fyrir, sem líkama sig.
En beri að skilja orðin svo, þá hefir Pétur verið orðinn van-
ur slíkum undursamlegum atburðum og þeir komið oftar fyrir
í lífi Jesú en N. tm. getur um. En hér er eigi rúm til að
fara frekara út í þetta.
í stuttum niðurlagskafla kveður höf. að lokum upp hinn
endanlega dóm sinn um frásögur N. tm. um upprisuna. Hann
telur þær segja frá raunverulegum atburðum. Kristur hafi birzt
lærisveinunum lifandi, í sýnilegri og áþreifanlegri mynd, eftir
dauða sinn á krossi, og talað við þá. Hin stórfelda reynsla
lærisveinanna var í þessu fólgin: Þeir þreifuðu á tilveru ann-
ars heims bak við gröf og dauða, og sá sem kom því til
leiðar, var hann, sem í lífinu hafði þegar sýnt sig að vera
meistari þeirra og drottinn; nú sannfærði hann þá um, að
hann væri lifandi bak við dauðans tjald, með því að sýna sig
áþreifanlegur.
Eg þarf varla að láta þess getið, að höf. telur upprisu Jesú
hina miklu sönnun fyrir framhaldslífi vor allra eftir dauðann,
en ekki sönnun fyrir fullgildi neins fórnardauða.
Eg hefi nú rakið meginhugsanir þessarar merkilegu bókar.
Undanfarin ár hefi eg stöðuglega verið að vona, að einhver
merkur guðfræðingur vektist upp til að skrifa bók um þessi efni,
því að mér hefir lengi verið ljóst, að guðfræðingarnir gætu
ekki leitt hjá sér meginatriði sálarrannsóknanna. Kirkjunni
hlýtur að verða að þeim hinn mesti styrkur, eins og trúar-
brögðunum yfirleitt. Það er engin smáræðis-framför, að öðl-
ast þekkingarvissu um framhaldslífið og um samband við
annan heim.