Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 116
112
Friðrik Friðriksson:
Prestafélagsritið.
nægileg gistihús handa öllum, þar sem fundurinn var haldinn
áður en baðtíminn byrjaði.
Að kvöldi þess 29. maí voru allir fulltrúar samankomnir.
Voru þeir um 900 að tölu frá 54 löndum. 011 þessi lönd og
ríki höfðu gefið fundinum hvert sinn fána og var fundarsal-
urinn prýddur með þeim.
Að morgni þess 30. maí kl. 7]/2 var kirkjuklukkunum í
báðum kirkjum bæjarins hringt og gengu þá fundarmenn til
samkomuhússins og hófst fundur kl. 8 með stuttri guðsþjón-
ustu og síðan haldið áfram fundum og samveru allan daginn
til kl. 10 á kvöldin. Dr. Karl Friis, einn af aðalframkvæmd-
arstjórum stjórnarinnar í Genéve stýrði fundarhöldum með
hinni mestu prýði. Töluðu þar margir hinir ágætustu menn
og lesnar voru upp skýrslur alþjóðanefndanna og rökrætt um
málið frá ýmsum hliðum. — Þar töluðu læknar, lögfræðingar
og uppeldisfræðingar, prestar og prófessorar.
Fulltrúar frá öðrum alþjóðasamböndum komu á fundinn til
þess að bera kveðjur og árnaðarorð. Meðal þeirra voru sendi-
menn frá fulltrúum alþjóðabandalagsins í Schweiz, og frá
verkamannabandalaginu (League of Labor) er situr í Schweiz;
sendimenn komu frá austurrísku stjórninni, og skeyti eða bréf
frá ýmsum stjórnmálamönnum og ríkjum.
Oflangt yrði að segja frá einstökum atriðum þessa fundar.
— Málin, sem fjallað var um, voru mjög umfangsmikil.
Skýrslurnar, sem nefndirnar lögðu fram eftir 3 ára starf,
voru mjög fróðlegar og átakanlegar og gáfu mjög glögt yfir-
lit yfir ástand og þarfir æskulýðsins í hinum ýmsu álfum og
löndum. Þær voru liðaðar sundur í 5 deildir:
1. liið /íkamlega líf drengja og unglinga. Þar undir heyrði
það, sem gera þyrfti til eflingar og þroska líkamans, og
heilsu hans. Þar var talað um leikfimi, líkamsæfingar,
íþróttir o. s. frv.
2. Réttarfar og löggjöf og lagaleg vernd unglinga. Þar
undir: Meðferð á ungum sakamönnum, sérstakir dóm-
stólar til að hafa mál slíkra unglinga til meðferðar; refs-