Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 120

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 120
Prestafélagaritið. ERLENDAR BÆKUR SENDAR TIL UMSAGNAR. Danskar bækur, C. Skovgaard-Petersen: „Landet hvor Kilderne sprang. Rejserids og Pilgrimslanker fra det hellige Land“. Förste Del. Khavn 1923. Skovgaard-Petersen er afkastamaður mikill, líklega mesti afkastamaður með pennann allra þeirra á Norðurlöndum, sem um kristileg og kirkjuleg efni rita. Það er rétt óskiljanlegt hve miklu hann fær afkastað með penn- anum þegar litið er til þess, að hann er altaf að ferðast um, og flytja erindi, því að hann er einn af mest eftirsóttu fyrirlestra- og ræðumönn- um, sem nú er uppi með Norðurlandaþjóðunum. Og þó er vandað til alls þess, er frá penna hans kemur, enda koma allar hans bækur út í mörgum útgáfum. (T. a. m. hefir „Þýðing trúarinnar" verið prentuð í 11 útgáfum og 36 þús. eintökum, auk þess sem hún hefir verið þýdd á fjölda tungumála. „Bók æskunnar" hefir verið prentuð í 31 þúsund eintökum.) Bók sú, sem nefnd er yfir línum þessum og kalla mætti á íslenzku „Landið þar sem elfan á upptök sín“, segir frá ferð höfundarins til lands- ins helga og hugsunum höfundarins á því ferðalagi milli hinna heilögu staða. Um Landið helga hefir mikið verið skrifað um dagana — ferða- minningarnar þaðan á öllum tungumálum hins siðmentaða heims eru fleiri en tölu verður á komið. Skyldi því mega ætla, að um það umtals- efni væri nú útrætt. En því fer fjarri. Að því stuðlar bæði það, að altaf er verið að rannsaka landið og staðina þar eystra, — að grafa sundur jörðina til þess að leita forn-minja og skýringar á ýmsu, er óljóst þykir enn í hinni helgu sögu gamla og nýja testamentisins, og þá ekki síður hitt, að svo er margt sinnið sem skinnið þeirra manna, er þangað koma, og hver vill líta sínum augum á það sem fyrir ber. Skovgaard-Petersen fer í riti þessu algerlega sínar eigin leiðir. Ferða- saga í venjulegum skilningi er bókin ekki. Það sem þar segir frá sjálfu ferðalaginu er aðeins umgerð um það, sem höf. nefnir „pílagríms-hugsan- ir“. „Pílagrímshugsanir frá landi opinberunarinnar" mætti þvi nefna bókina. Hún er í fjórum köflum. Fyrsta kaflann nefnir hann „Frumdrætti" (Orund- linier); er hann eins konar inngangur. Þá koma í öðrum kaflanum „Frum- feðraminningar" (Patriarksminder), í þriðja kaflanum „Spámannaminn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.