Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 120
Prestafélagaritið.
ERLENDAR BÆKUR
SENDAR TIL UMSAGNAR.
Danskar bækur,
C. Skovgaard-Petersen: „Landet hvor Kilderne sprang. Rejserids
og Pilgrimslanker fra det hellige Land“. Förste Del. Khavn 1923.
Skovgaard-Petersen er afkastamaður mikill, líklega mesti afkastamaður
með pennann allra þeirra á Norðurlöndum, sem um kristileg og kirkjuleg
efni rita. Það er rétt óskiljanlegt hve miklu hann fær afkastað með penn-
anum þegar litið er til þess, að hann er altaf að ferðast um, og flytja
erindi, því að hann er einn af mest eftirsóttu fyrirlestra- og ræðumönn-
um, sem nú er uppi með Norðurlandaþjóðunum. Og þó er vandað til
alls þess, er frá penna hans kemur, enda koma allar hans bækur út í
mörgum útgáfum. (T. a. m. hefir „Þýðing trúarinnar" verið prentuð í 11
útgáfum og 36 þús. eintökum, auk þess sem hún hefir verið þýdd á fjölda
tungumála. „Bók æskunnar" hefir verið prentuð í 31 þúsund eintökum.)
Bók sú, sem nefnd er yfir línum þessum og kalla mætti á íslenzku
„Landið þar sem elfan á upptök sín“, segir frá ferð höfundarins til lands-
ins helga og hugsunum höfundarins á því ferðalagi milli hinna heilögu
staða. Um Landið helga hefir mikið verið skrifað um dagana — ferða-
minningarnar þaðan á öllum tungumálum hins siðmentaða heims eru
fleiri en tölu verður á komið. Skyldi því mega ætla, að um það umtals-
efni væri nú útrætt. En því fer fjarri. Að því stuðlar bæði það, að altaf
er verið að rannsaka landið og staðina þar eystra, — að grafa sundur
jörðina til þess að leita forn-minja og skýringar á ýmsu, er óljóst þykir
enn í hinni helgu sögu gamla og nýja testamentisins, og þá ekki síður
hitt, að svo er margt sinnið sem skinnið þeirra manna, er þangað koma,
og hver vill líta sínum augum á það sem fyrir ber.
Skovgaard-Petersen fer í riti þessu algerlega sínar eigin leiðir. Ferða-
saga í venjulegum skilningi er bókin ekki. Það sem þar segir frá sjálfu
ferðalaginu er aðeins umgerð um það, sem höf. nefnir „pílagríms-hugsan-
ir“. „Pílagrímshugsanir frá landi opinberunarinnar" mætti þvi nefna bókina.
Hún er í fjórum köflum. Fyrsta kaflann nefnir hann „Frumdrætti" (Orund-
linier); er hann eins konar inngangur. Þá koma í öðrum kaflanum „Frum-
feðraminningar" (Patriarksminder), í þriðja kaflanum „Spámannaminn-