Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 122

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 122
118 Erlendar bækur. Prestafélagsritið. hann hafi haft og brúkað. — Þenna sinn commentarium hafi hann (þ. e. Hall- grímur) brúkað í sínum föstuprédikunum, útdregið síðan af honum kjarn- ann, sem hann setti í ljóðmæli eður sálma". Til þess nú að fá sönnur á hvað satt væri í þessum ummælum séra Vigfúsar, hefir dr. Arne Möller unnið það þrekvirki að pæla gegnum þetta mikla latneska rit Gerhards — 942 bls. í fjögra blaða broti! Ber sú iðni og elja vott um meira þrek en eg hefði búist við að finna hjá nokkrum guðfræðing tuttugustu aldar, sem ekki átti beint líf sitt að leysa með því, en það átti dr. M. vitan- lega ekki, heldur gerir hann þetta knúður af kærleika sínum til Hall- gríms og passíusálma hans. En niðurstaða þessara rannsókna styrkir eng- an veginn nefnd ummæli Vigfúsar prests, en hefir aftur orðið til að styrkja skoðun þá á sambandi sálmanna við „Eintal sálarinnar", sem doktors- ritgerð Möllers hljóðar um. Ritgerðin er skrifuð af miklum lærdómi, enda fyrir lærða menn en ekki ólærða, sem ekki mundu hafa hennar nein not, m. a. vegna Iatn- eskra tilvitnana höfundarins f nefnt rit Gerhards. Dr. J. H. „Dansk-islandsk Kirkesag. Meddeletser fra Forretningsudvalget“. 4 tölublöð komu út árið 1923, samtals 88 bls. Þar birtir sóknarprestur Thordur Tomasson siðasta hluta hinna skemtilegu ferðaminninga sinna frá íslandsferðinni og fylgja 19 myndir, af íslenzkum kirkjum og ýmsum kirkjunnar mönnum. Auk þessa flytur blaðið ýmsar kirkjulegar fréttir o. fl., í þeim tilgangi að stuðla að aukinni viðkynningu og samúð milli systra- kirknanna. — Blaðið fá menn fyrir 2 króna félagsgjald. S. P. S. Norskar bækur. Olaf Moe, Dr. theol: „Apostelen Paulus hans Liv og Gerning". — Kristiania (Aschehoug & Co.) 1923. Eitt af beztu guðfræðiritunum, sem á markaðinn komu næstliðið ár á Norðurlöndum, er bók sú um Pál postula, sem prófessor við safnaðar- háskólann í Kristjaníu hefir samið og prenta Iátið. A flestum menningar- ungum álfu vorrar hafa merk og mikil rit verið samin um hinn mikla tposlula óumskorinna manna, Pál, — en þetta mun fyrsta vísindalega ritið, sem kemur út um hann á nokkurri Norðurlanda tungnanna. Hafa Norð- menn því hér orðið á undan frændum sínum í Svíþjóð og Danmörku, og er hið stóra rit höfundi og norskri bókagerð til mikils sóma. Hér er öll lífssaga hins mikla postula tekin til vísindalegrar meðferðar og vantar ekkert á, að þar sé fuilnægt kröfum þeim, sem gera ber til vísindalegra rita, þótt bókin sje að öðru leyti svo alþýðlega samin, að hver mentaður kristinn leikmaður geti haft hennar fylstu not. Þótt höfundur teljist til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.