Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 123

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 123
Prestafélagsritið. Erlendar bækur. 119 íhaldsamrar stefnu í guðfræðinni virðist hér alt tiilit tekið til hinna vís- indalegu rannsókna á því sviði, sem hér ræðir um, og alt tillit tekið til þeirrar nýrrar þekkingar, sem þær rannsóknir hafa í Ijós leitt og hlotið hefir almenna viðurkenningu í heimi lærdómsmanna. En öll meðferð höf. á efninu er sjálfstæð og víða bregður fyrir nýjum skilningi á ýmsum at- riðum, þar sem höf. fer ferða sinna án þess að láta á sig fá þótt hann sé einn á ferð. Rit þetta ber vott um, að höf. er. víðlesinn og lærður, og kann vel að halda á penna. En sérstaklega er hann stórlærður í nýjatestamentisfræð- um og svo nákunnugur ritum Páls, að þar munu fáir fara fram úr hon- um. Það er ávalt vandaverk hið mesta að rita um stórmenni vegna hætt- unnar, sem getur verið á, að þau verði minni í höndum þess, sem ritar. Próf. Moe hefir leyst þetta verk svo af hendi, að alt rif hans verður fögur staðfesting þess sannleika, að Páll postuli sé eitt hið risavaxnasta mikilmenni í andans heimi. Því miður leyfir takmarkað rúm í riti þessu ekkí að skýra ýtarlega frá efni bókar þessarar, enda var tilgangurinn að- eins sá með línum þessum að vekja athygli, presta sérstaklega, á ritinu. Bókin er 475 bls. að meginmáli í postillubroti, prýðileg að öllum frá- gangi og í alla staði hið ágætasta og eigulegasta rit. Dr. J. H. „Forkyndelsen. Et Livsspörgsmaal for Kirke og Folk“. Ho- miletik af ’j. J. Jansen fhv. Sogneprest til Röken. — 3die Oplag. — Kristiania 1923. H. Aschehoug Sí Co. — 243 bls. — Verð kr. 5,75. Margir íslenzkir prestar munu hafa eignast prédikanasafn Jansens prests, „Plads for Jesus“, er kom út í fjórðu útgáfu árið 1921. Færri af prestum vorum hugsa eg að hafi lesið þessa prédikunarfræði hans, sem nú er komin út í þriðja sinni, en fyrst kom út árið 1906. En þótt flestum, sem lesið hafa prédikanir Jansens muni hafa þótt mikið fil þeirra koma, þær vera vekjandi og alþýðlegar í beztu merkingu, hygg eg að mörgum hafi farið eins og mér, að þeim hafi þó þótt enn meira koma til prédikunarfræðinnar. Hún sameinar það tvent, sem mesta kosti má telja á hverri bók, að vera fræðandi og leiðbeinandi og vekja áhuga fyrir umræðuefni sínu annars vegar, en hins vegar að útlista efni sitt á þann hátt, með dæmum úr daglegu lífi og sögulegum tilvitnunum, að unun sé að lesa. Þetta er ein af þeim guðfræðibókum, sem eg vildi óska að hver ein- asti af prestum vorum gæti eignast og Iesið vandlega. I henni eru svo margar ágætar bendingar, sem að gagni mega verða fyrir þann, er vanda vill prédikunarstarf sitt, og hún vekur til umhugsunar, glæðir áhuga og opnar nýtt útsýni, jafnframt því á ógleymanlegan hátt að leggja áherzluna á það, sem ávalt hefir verið og hlýtur að verða þungamiðja og aðalatriði í allri kristilegri prédikun.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.