Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 126
122 Erlendar bækur. Prestaféiassritiö.
„Almánna Svanska Prástföreningens Arsprogram 1923“ og „A. S. P.
Ársprogram 1924“.
Prestafélagið sænska er stofnað 1903. Þaö gefur út ársskýrslu um
stjórn og starfsemi félagsins, fundarhöld og helztu viðfangsefni. Ofan-
greindar tvær síðustu ársskýrslur sýna, að meðal margra annara áhuga-
mála, sem félagið ber fyrir brjósti, er bætt og aukin fermingarfræðsla.
Er í annari ársskýrslunni allýtarlega talað um erfiðleika þá, er sænska
kirkjan eigi þar við að stríða, bæði í sambandi við kristindómsfræðslu
barnaskólanna og eins vegna þess að hentuga bók, er allir vilji hagnýta,
vanti til notkunar við fermingarundirbúninginn. Er sagt að um 4 mögu-
leika sé nú að ræða fyrir sænsku prestana: a) Að nota spurningakver
frá 1878, sem mörgum þyki úrelt. b) Að leggja Fræði Lúthers ein til
grundvallar við fræðsluna. c) Að styðjast við Biblíuna eina. d) Að nota
eitthvert af hinum nýsömdu barnalærdómskverum. Af þeim hafa mörg
komið út síðustu árin, — alls 11 síðan 1919 — en ekkerf enn hlotið
almenna viðurkenningu. — Má af þessu sjá, að víðar er kristindóms-
fræðsla barna vandkvæðum bundin en hér hjá oss og það vandamálið
er enn bíður þeirrar úrlausnar, er fullnægi vorum tímum.
S. P. S.
PRESTAFÉLAGIÐ.
Stjórn Prestafélagsins hefir á þessu síðastliðna ári, milli aðalfunda,
ekki haft ný verkefni með höndum, hvorki sem hún sjálf hefir upptekið
né til hennar verið beint af félagsmönnum. Er heldur ekki þess að vænta
að svo verði jafnan, en eigi verður fyrir það minni nauðsynin fyrir
prestastéttina að halda vel saman félagsskap sínum, sem auðvelt er að
færa rök fyrir, að mun á margan hátt geta örfað hana til árvekni og at-
hafna í starfi sínu. Enda mun sá vera hugur flestra eða allra félags-
manna, að reynast félaginu svo, að lífi þess verði eigi hætta búin, sem
auk tjónsins væri ekki vanvirðulaust fyrir stéttina. Hefir sá hugur komið
í ljós á aðalfundum félagsins. Það hefir ekki þótt enn tiltækilegt að halda
þá öðru vísi en í sambandi við prestastefnuna á ári hverju, en þar hefir
komið í ljós, að tími sá, er unt hefir verið að sjá af frá störfum presta-
stefnunnar fyrir félagið, hefir verið of naumur, svo að félagsmenn mundu
ella hafa rætt félagsmál sín rækilegar og komið að fleiri málum.
En aðalverkefni félagsins mun fyrst um sinn verða að halda úti fé-
lagsritinu og að starfa að ytri hag stéttarinnar, sem skiljanlega getur
einnig skift svo miklu máli fyrir alt starf hennar og árangur af því.