Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 127

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 127
Prestafélagsritið. Prestafélagið. 123 Aðalfundur félagsins var haldinn 27. og 28. d. júnímán. Formaður, dócent Magnús Jónsson, fór fyrst nokkrum orðum um starfsemi og hag félagsins og gjaldkeri las upp reikning þess fyrir síðastliðið ár, en sam- kvæmt honum var í sjóði við síðustu áramót nálega 400 kr., en víxill að upphæð 600 kr. ógreiddur. Benti gjaldkeri á, að vegna þess að skil væru enn ekki svo sem vera þyrfti, væri fjárhagurinn allörðugur, svo að orðið hefði að taka víxilián til að greiða kostnað við félagsritið. Formaður skýrði frá, að vegna þessara fjárhagsörðugleika hefði stjórnin ráðið, að hafa ritið á þessu ári nokkru minna en áður; mundu verða gefnar út um 8 arkir og rit- stjóri sami sem áður, prófessor Sigurður P. Síverfsen. Skýrði ritstjórinn síðan frá, að ritið mundi bráðum koma út og hverjar ritgerðir mundu verða í þvf. I sambandi við fjárhagsmál félagsins, var það ákveðið að fá til fulltrúa í hverju prófastsdæmi til að aðstoða við innheimtu félags- gjaldanna, og væntir stjórnin að þeir, sem hún snýr sér til um þetta, bregðist vel við því. Þá skýrði formaður frá, að skýrslur um kirkjugarða hefðu komið frá nálægt því helmingi prestanna. Qat hann þess, að mikið verk væri að vinna úr skýrslunum, og hefði hann haft i huga að rita eitthvað um þetta mál. Annars taldi hann skýrslurnar bera vott um, að ástandið væri þó öllu betra, en búist hefði verið við. Kvað hann sér hafa komið til hugar, að kirkjugarðar þyrftu að hafa sérstakan sjóð til viðhalds sér, t. d. með því að taka upp aftur legkaupið, en hann hefði þó ekki viljað koma með tillögu um það, með því, að hann hefði orðið var við að það mætti mikilli mótspyrnu. Þá kom til umræðu dýrtíðarmálið og tók formaður fram, að ákvæði launalaganna um dýrtíðaruppbótina yrði endurskoðuð á næsta þingi. Tóku margir til máls og hnigu umræður meðal annars sérstaklega að því, að ósanngirni væri í þeim mismun, sem er á uppbót presta í kauptúnum og sveitum. Sveitabúskapur eins og kunnugt er prestum nú á tímum mjög e'rfiður, og því fyrir þá flesta aðeins ímyndaður sá hagnaður af honum, sem þessi mismunur væri bygður á. Var borin upp og samþykt svo hljóðandi tillaga: „Fundurinn skorar á Prestafélagsstjórnina að gera sitt ýtrasta til þess, að dýrtíðaruppbót presta verði ákveðin á næsta þingi svo viðunandi, sem frekast er unt, og að prestum sé ekki gert lægra undir höfði en öðrum embættismönnum. Fundurinn telur rangt að gera þann mun á dýrtíðar- uppbót sveita- og kaupstaðarpresta, sem er í núverandi Iögum, og treystir því, að sveitaprestar fái framvegis fulla dýrtíðaruppbót". Stjórn félagsins mun að sjálfsögðu fylgja fram þessu nauðsynjamáli presta svo fast og vel sem hún getur, en væntir þess, að félagsmenn í þessu sem öðrum málum sendi henni tillögur sínar og óskir um það, er þeir vilja framkvæma láta.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Prestafélagsritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.