Syrpa - 01.01.1920, Page 15

Syrpa - 01.01.1920, Page 15
S Y R P A 9 þaS var, sem hún hvíslaði í eyra undirforingja 'lögregluliðsins. Exi sumir gátu Iþess til — í spaugi — að gamla konan hefði verið frú ■Cormigan sjálf. IX. Sagan, er Indíáninn sagði. KristinOtar eru þeir Indíánar kallaðir, er búa norður við Hud- son'sflóa. Þeir eru náskyldir Algonkinum (Algonquins), og haifa jalfnan þótt herslkáir mjög og grimmir. Einu sinni í fyrndinni réð sá konungur fyrir Kristinotum, seirn Kivatinn var kallaður og þýðir '‘norðanvindur”. Hann var kaldlyndur mjög, mikill og sterkur, og svo ákalfur veiðimaður, að menn óttuðust að hann mundi gjör- eyða öllum selum og karilbúdýrum. Hann bjó við 'háan foss nlærri sjó; og steypti Ihann í fossinn öllum þeim af óvinum sínum„ er svo voru ógæfusamir, að lenda lifandi í ihendur hans. Þrjá sonu átti hann. Þeir voru ófrýnilegir sýnum, en stórir vexti, rammir að afli( og illdeilumenn hinir mestu. Um -þessar mundr óluist upp mieð Kristinotum systur þrjár af kynþætti Cree-Indíána. Höfðu þær veriÖ teknar hertaki, þegar þær voru mjög ungar, og voru íóstraðar upp hjá frændkonu kon- unigsins. Hin elzta af systrum þessum hét (eða var kölluð) Blá- stjarna, og þótti hún vænst og fríðust allra kvenna, þeirra er þá voru uppi með Kristinotuim. En hún var undarleg nokkuð. Hún hló mleð ifossinum, tók undir með næturgalanum, og steig dansinn með eldflugunni á sumarkvöldum, þegar vestangolan þaut í birkilauf- inu, eða sunnanvindurinn spilaði á töfrahörpu furutrjánna. "Hæl Hól Svo dillandi dans -------- svo dillandi sólardans!” Enginn sá brúðförina eftir vetrarbrautinni betur en hún. Enginn skildi vögguljóð huldukonunnar í hamrinum eins vel og hún. Og eng- inn heyrði pílviðinn gráta — nerna hún ein. “Æl Sorg og tárl Vatniarósin veiktist og dó. Æ! Ó!” Og stundum á vorin, þegar fuglarnir komu að sunnan og fóru að búa til hreiður sín, þá iheyrð’ ist henni kallaS: "Kom þúI Æ, kom þú!” Þá varð hún hljóð, horfði í kringum sig, tók um brjóstið og andvarpaði. Þá fyltist hún einhverri sárri þrá. Hana langaði til að fljúga vestur — suðyestur — langt — langt — langt í burtu I Henni fanslt -eitthvað vera þar, sem vildi að hún kæmi. Hún vissi ekki -hvað það var. Vindurinn vildi ekki hvísla því -að ihenni. Skýin vildu ekki koma með mynd af því. Draumkonan hennar góða þagði, þegar hún spurði hana um það — þagÖi og stundi þungan. En Blástjama vissi, að þrösturinn kallaði á heitmey sína á vorin, að hinn sæt- rómaði rauðbrystingur kvað mansönginnt þangað til brúðirin kom,

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.