Syrpa - 01.01.1920, Side 38
32
S YRPA
innföllnum augum og vaxlíkri húS, er bar öll merki um bilun og
tæming kraftanna. Þvílík andlit sér maSur ætíS þegar tauga-
kerfiS (the sympathetie nervous system) og vissir kirtlar (the
suprarenal glands) eru gagnteknir af sóttnæmi. Af þessu er
orSiS ,,grippe“ dregiS.
Doktor Héckel segir, aS orStakiS (term) „spánska sóttin"
eSa „spánska influenzan“, er menn nefndu farsóttina þá í fyrra,
sé alveg rangt, því aS þessi farsótt, líkt og allar aSrar, sé upp-
runnin þar sem hún á ætiS heima, þaS er aS segja á Rússlandi,
í Turkestan og héruSunum þar í kring.
ÞaS er enginn vafi á, aS influenza orsakast af smáögn (mi-
crobe). en þaó er líka víst aS smáögnin, sem henni veldur, er
ekki enn þá fundin. Allar þær smáagnir (microbes) er menn
hafa haft grunaSar, þar á meSal hinn svonefndi Pfeiffer ,,bacil-
lus“ eru einungis orsök í eftirköstum (secondary complications)
sýkinnar og eiga sífelt heima í nefgöngunum og kverkunum.
Þær gera ekkert til heilsugóSu og hraustu fólki. en strax og lík-
aminn veiklast af næringar-skorti, kvefi o. s. frv., byrja þær
eySileggingar-verk sitt.
Tilraunir sem doktor Trillat (í Pasteur’s-stofnaninni) hefur
nýlega gert, sýna, aS jafnvel sjálft loftiS, er vér öndum, verS-
ur þróunarstaSur fyrir hinar ósýnilegu influenzu-bakteríur þeg-
ar í því eru vissar gastegundir af líkamsefna uppruna, þvílíkar
sem þær er loftiS, sem menn anda frá sér, er þrungiS af.
NAUOSYNLEG SKÝRING.
ViS höfSuin áformaS, þetta hefti Syrpu (Janúar-heftiS)
kæmi út um miójan Febrúar, en ýmsra orsaka vegna gátum viS
ekki komiS því út fyr en nú (í Marz). Næsta hefti (Febrúar-
heftiS) kemur út um lok þessa mánaSar (Marz), og Marz-heftiS
um miSjan Apríl. Eftir þaS ráSgeruin viS aS hvert hefti komi
út um lok þess mánaSar, sem þaS er fyrir.
—Útgefendur Syrpu.
SYRPA
MÁNAÐARBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Úigefendur:
THE SYRPA PUBLISHING COMPANY
Heimlli: 674 Sargeni Ave., Winnipeg, Canada.
Talsírni: Sher. 971
Alt cr við kemur fjármálum ritsins, sendist THE SYRPA PUBLISHING CO. (eða
Ó. S. Thorgcirsson) til 674 Sargent Ave., Canada.
Prentsmi'Öja Ólafs S. Thorgeirsson, Winnipeg, Canada