Vekjarinn - 01.06.1903, Page 15

Vekjarinn - 01.06.1903, Page 15
15 og eptir örfá augnablik, sá jeg lestarljóskerið koma fram undan hæð rjett hjá. Jeg þaut fáein skref til hliðar og fleygði mjer til jarðar til þess að verða ekki fyrir loptstraumnum. Hraðlestin fór fram hjá á augnabliki. Fám mínút- um seinna kom brautarvörður með Ijósker sitt og þá sást ekki annað en blóðslettur og fáeinar leyfar af heyrnarlausa manninum.* Hvað hafði nú þessi veslings maður gjört? Alls ekki neitt. Hann sat kyr, sinnti ekki aðvör- unum og — dó.“ Hversu margir eru þeir, sem líkjast þessuin manni? Þeir fara i kirkju, sumir sunnudag eptir sunnudag, en þó verður engin breyting á líft þeirra. Ef einhver reynir að opna á þeim augun, verða þeir reiðir og bera fyrir sig að þeir sjeu svo „skikkan- legir" að þeim sje óhætt, „þótt þeir sjeu ekki að grubla út í andleg efni.“ Náðartiminn hður óðfluga á meðan, og áður en þeir vita af, er dauðinn og dómurinn kominn. Vinur minn, ef þú ert i tölu þessara manna, þá gættu að þjer i tíma, það er voðalegt skeytingar- leysi að sætta sig við sífelda óvissu um framtíð sálarinnar. En vissuna, friðinn, sannann öruggloika er hvergi að fá nema hjá Jesú, komið til hans áður en það er orðið of seint. Sumir segja: „Jog vildi nú raunar helst vera trúaður, en jeg vil vera það í kyrþey, láta engan

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.