Vekjarinn - 01.06.1903, Page 22

Vekjarinn - 01.06.1903, Page 22
22 „Hræddur við mig! Því heldurðu það?“ „Hann var einu sinni í kirkju hjá yður og jeg varð svo hræddd, þegar jeg sá hann, því jeg hjelt að hann ætlaði að gjöra eitthvað íllt. Hann hefur verið svo undarlegur síðan, hann fer stundum á fætur á nóttinni, þegar hann heldur að jeg sofi, og gengur þá um gólf og talar við sjálfan sig og þá hefur hann opt upp eitthvað af því, sem þjer sögðuð þennan sunnudag, sem hann var í kirkju hjá yður. En ætlið þjer ekki að koma?“ „Jú, jeg skal koma góða mín!“ Nú varprestur- inn í engum efa um hvað hann ætti að gjöra. Þau gengu hjer um bil fjórðung stundar eptir götum borgarinnar, þar til er þau komu að stóru og skuggalegu húsi, þau fóru upp marga stiga, loks opnaði litla stúlkan eina herbergishurðina og sagði: „Hjerna liggur hann pabbi." Það var dauf birta í herberginu og allt var þar fátæklegt en þó hreinlegt. „Parna er rúmið hans,“ hvíslaði hún og benti í eitt hornið. Hún hjelt enn þá í hendina á prest- inum og það var eins og hún væri hálf hrædd við að ganga að rúminu. Daufa ljósbirtu lagði á andlit sjúklingsins, sem var mjög tekið og alveg náfölt. Svipurinn var hvorki ófríður nje lítilfjörjegur, en hann var svo þrjósku- legur og harðneskjulegur að það fór hroilur um prestinn, og það jafnvel þótt sjúklingurinn væri með aptur augun. Presturinn gekk að rúminu. í sama bili lauk sjúklingurjnir upp augunum og leit æðis-

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.