Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 2
146
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
í Dafneslundi . . . ; svo hélt hann áfram).
»Hann er því á lífi og er auðugur, liklega
rómverskur borgari, og hugsar á hefndir
og—ja, þú hefir víst búið svo um hnútana
að þér er óhætt, en þú getur séð sjálfur,
að eg get lent í kröggum; eg skipa mér
því undir þína vernd, og vona að þú ger-
ir ráðstafanir, og verðir í því slægur sem
Merkúr og snarráður sem Sesar. Til þess
að gera fyrir öllu, sendi eg bréf þetta eftir
tveim vegum, og með tveim sendimönnum.
Eg bíð hér eftir svari frá þér. Hvað Iengi
Ben Húr verður hér, er komið undir ræð-
ismanninum herra, hans. En hann getur
varla safnað her sínum saman og vígbúið
hann á minna en á mánaðartíma.
«Sem stendur hefi eg heyrt að Ben Húr
. hafi líklegast leitað út í pálmalundinn til
Ilderimsættarhöfðingja, svikahrappsins; hann
ætti ekki lengur að fá að bjóða oss byrg-
inn. (Þú skalt ekki verða hissa á því, þó
að Maxentíus láti það verða eitthvert fyrsta
verkið sitt að höndla Araba þenna, setja
hann á skip og senda hann til Rómar). Eg
segi þér hvar hann heldur til, til þess að
þú getir hagað þér eftir því, ef þér sýn-
ist svo; því að svo mikið hefi eg lært —
og þykist að því leyti hafa tekið framförum
í margvísi, að í hverju sem er, er þrenns
að gæta: tímans, staðarins og ráðanna. Ef
þú ákveður, að staðurinn skuli verða hér,
svo láttu ekki dragast að fela mér fram-
kvæmdir málsins, mér, sem er hollvinur þinn
og hlýðinn lærisveinn.*
Um svipað leyti og Messala sendi' menn-
ina með bréfin, (en það var snemma. morg-
uns eins og áður er getið), gekk Ben Húr inn
í tjaldið ættarhöfðingjans. Hann hafði'.baðað
sig, borðað morgunverð, og kom nú klæddur
stuttum, rómverskum kyrtli, ermalausum. Ætt-
arhöfðinginn sat á hvílbeði sínum, heiisaði
honum og sagði: »Friður sé með þér, Arríus-
son» og horfði með ánægju á þenna unga,
íturvaxna mann. »Já, hestarnir eru til« mælti
hann, «og eg með . . . Ert þú til?«
Jú, Ben Húr var til. Ættarhöfðinginn skelti
saman lófunum og bauð að teyma hestana
fram.
«Er búið að beita fyrir?» sagði Ben Húr.
«Nei».
«Rá ætla eg að fá að leggja aktygin á þá
sjálfur. Eg verð að kynnast hestunum, hvern-
ig þeir eru skapi farnir, hvern þeirra þarf að
hvetja, og hverjum að halda aftur af. Og þeir
verða líka að venjast mér. Gerið svo vel að
koma hingað inn með aktygin. Vagn ætla
eg ekki að hafa í dag. En í hans stað vildi
eg gjarnan hafa fimta hestinn, berbakaðan, og
Ianghelzt jafnfljótan hinum.»
Ilderim tók að gerast forvitinn. Hann kall-
aði á þjón, og sagði honum að koma með
aktygin. «Og komdu svo einnig með hann
Sírius» sagði hann; «Sírius er eftirlætisgoðið
mitt og er faðir allra hinna fjögurra. Móðirin,
Míra, er heima; hún er of dýr til þess að
leggja hana í hættu, eg er meira að segja á
því, að ættboginn léti það ekki viðgangast að
eg hefði hana með mér. Hún er það ágætasta
í þeirri ættkvísl. Tíu þúsund riddarar, synir
eyðimerkurinnar, spyrja í dag: «Hefir þú frétt
nokkuð um Míru?» og þegj.r svarað er: «Henni
líður vel» þá segja þeir: «Guð er góður, lof-
aður veri guð.»
«Sírius —og Míra?» sagði Ben Húr og gekk
á milli hestanna, þegar þeir voru að koma
inn í tjaldið, «það eru tóm stjarnanöfn«.
»Já, einmitt« svaraði ættarhöfðinginn; «hef-
irðu nokkurntíma verið nætursakir í eyðimörk-
inni? Ekki það? þá skilur þú heldur ekki, hve
mjög vér Arabar reiðum oss á stjörnurnar. Og
í þakkarskyni nefnum vér eftirlætisgoð vor eft-
ir þeim. Líttu á, þessi þarna —hann heitir «Rig-
el,» og þessi þarna «Antares,» og þessi «Ata-
ír,» og þessi, sem þú gengur til, «Aldebaran;»
hann er nú yngstur, en hann er nú samt ekki
síztur þeirra, það segi eg þér satt! hann ber
þig á móti hægri golu, svo að það hvín í
eyrunum á þér eins og í stórviðri. Og hvert,
sem þú vilt láta hann fara, það fer hann, Arrí-
usson; já, það veit Salómons dýrð, ef þú stýr-