Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 7
BEN HIJR. 151 «Þú nefndir mig son Húrs, ættarhöfðingi; það er feðranafn mitt. En hvernig kom þér í hug að nefna mig svo?» Ættarhöfðinn hugsaði sig um um stund, «Við getum talað um það í annað sinn» mælti hann svo. »Nú þarf eg inn í bæinn; fáðu mér bréfið.» Hann tók það, vafði það saman og stakk því undir belti sér. »En þú svaraðii mér ekki, hvað þú ætlaðir að gera.« «Hvað eg ætlaði að gera, ættarhöfðingi?« sagði Ben Húr og reyndi að vera rólegur. »Að svo miklu leyti sem í mínu valdi stendur ætla eg einmitt að gera alt það, sem þú sagðir áð- an. Líf mitt er hefndinni helgað. Eg hefi ekki um annað hugsað í fimm ár en að gera mig færan til hefndar. Eg er orðinn hermaður — og eg óska að verða hetforingi. Regar eg er kominn svo langt, þá kem eg, ættarhöfð- •ngi, og geri upp reikningana við Rómverja.« Ættarhöfðinginn vafði höndum um háls honum og kysti hann. »Rað er enginn lifandi guð til, ef hann hjálpar þér ekki,» sagði hann ^Þessu lofa eg þér — eignum mínum, mönn- um mínum, hestum mínum, í öllu skal eg hjáipa þér þegar tíminn er kominn. Við töl- umst aftur við innan skamms — nú verð eg að fara til borgarinnar«. Og svo fór hann óðara af stað á leið til Antíokkíu. Ben Húr hugsaði mjög um bréf Messala, sem von var, því bæði var þar kannazt við, að misbrotið hefði verið við Húrsættina, og svo sýndi það að Ben Húr var í hættu stadd- Ur- Svo fór hann að velta því fyrir sér, hvern- 'S hann ætti að fara að tryggja sig, og hvern- hann ætti að byrja hefndir sínar á Rómver- Nm, svo rann honum aítur í hug, hva ð Bali- azar hinn egyfzki hafði sagt um konung Gyð- 'nganna; honum fanst það nokkuð draumóra- hent þet(a um konungsdæmi sálnanna. En kon- Ungsdæmi Júdeu — það skildi hann; það hafði y^'ð áður til og það gat vel til orðið aftur. að átti bara að verða stærra, voldugra, glæsi- *e^ra en sjálft ríki Salómons. ^egar hann hafði borðað miðdegisverð Iét hann taka vagninn fram og skoðaði hann ná- kvæmlega. Hann sá að hann var smíðaður eftir grísku sniði, og Iíkaði honum það vel; hann var breiðari á milli hjólanna en þeir róm- versku, lægri og sterkari. Svo beitti hann hest- unum fyrir, ók út á æfingasviðið, og tamdi hestunum fereyki fjórar stundir í sífellu. Hann hafði ákveðið, að hugsa ekki um uokkurn hlut annan en kappaksturinn við Messala, þangað til kappleikunum væri lokið. Regar hann væri búinn að auðmýkja fjandmann sinn í augum allra austurlandabúa, þá ætlaði hann fyrst að fara að hugsa um það, hvernig hann ætti að haga lífi sínu og atferli. Regar liðið var á kvöld, sat hann í tjald- dyrunum og beið ættaðhöfðingjans, því hann var ekki kominn frá borginni. Hann var í rauninni hvorki óþolinmóður né órólegur; það hvíldi öllu heldur einhver værð yfir honum, því að hann hafði fengið sér bað, og var á- nægður eftir æfingarnar um daginn. Svo heyrði hann hófadyn, og Mallúk kom þar til hans. «Eg flyt þér kveðju frá Ibrahim, ættarhöfð- ingja, Arríuson« sagði hann; «segir hann þér að stíga þegar á hest ogfaratil bæjarins. Hann bíður eftir þér.« Ben Húr spurði einkis. Hann tók hest, þó ekki úr fereykinu, og riðu þeir Mallúk og hann af stað stuttu síðar til Antiokkíu, og mæltu ekki orð saman. Reir fóru á ferju yfir ána spölkorn fyrir neðan Selevkusarbrúna, og komu svo inn í bæinn úr vesturátt. Það var krók- ur mikill; en Ben Húr hugði að fullar ástæð- ur væri til að fara svo gætilega. Nú voru þeir á uppskipunarsvæðinu við vörubyrgðahús Símonídesar. Mallúk stöðvaði hest sinn. «Hér er það« sagði hann. «Hvar er ættarhöfðinginn?« sagði Ben Húr. »Komdu með mér,» sagði Mallúk. Og hann fylgdi honum upp að íbúðarhúsi Símonídesar, og hann heyrði að sagt var inni fyrir: «Gakk inn í guðs nafni.« IH. Ben Húr gekk inn aleinn. Rað var herberg- ið, þar sem Símonídes hafði tekið á móti

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.