Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 5
BEN HÚR, 149 En komumaður stóð kyr 'og mælti. «Fg hefi sérlega gaman af hestum, ættarhöfðingi; og mér hefir verið borið, að þínir hestar væru fegurstu hestar í heimi.» Retta Iét vel í eyrum gamla ntannsins. Rað var rétt komið að honum að bíða og sýna honum gripi sína, en hugsaði sig þó unt og sagði: «Já, eg skal sýna þér þá seinna; eg er i önnum eins og stendur.* Og svo reið hanu út á völluna. Komu- maður sneri brosandi til borgarinnar aftur. Hann hafði komizt að því, sem hann ætlaði sér. Frá þeim degi og alt þangað til daginn fyrir Ieikana kom á hverjum degi maður og stundum tveir eða þrír, sem buðust til að aka með hestum hans. Allir voru þeir sendir af Messala, — allir áttu þeir að hafa fréttir af Ben Húr. II. Ættarhöfðinginn beið þangað til að Ben Húr hafði lokið æfingunum, sem hann hafði fyrra hluta dagsins, og kom ti! hans með hestana. (<Eftir daginn í dag þarf eg nú þessa ekki með« sagði Ben Húr og klappaði á háls reiðhestin- um; »nú fer eg að byrja með vopnin«. »Nú þegar?« sagði Ilderim. »Já, þeir hafa sem mannsvit, þessir hestar, °g er svo að sjá, að þeir hafi gaman af æf- ‘Uguuum; þessi — er það ekki A!debaran?« " og hann sló með aktaumunum á bak yngsta hestinum, »er Iangfljótastur. Hann myndi skilja liina langt á eftir sér á kapphlaupa- sviðinu«. Ilderim strauk skeggið og sagði uppvæg- ur: »Svo? Svo hann er fljótastur? En hver er þá seinastur?« 'Þessi þarna«, og hann sló taumunum Iítið eitt á bak Antaresar, »Eu hann mun nú samt kotna heim með sigri, því þegar hann er bú- Uln að hlaupa liðlangan daginn, verður hann Iangfljótastur að kvöldiuu.» "Hemm, það má vera það sé eitthvað til 1 hví». *Það er bara eitt sem eg er hraeddur við, ættarhöfðingi; Rómverjar eru svo kappfullir að ná sigri, að þeir svífast engra hrekkjapara. Haf því góðar gætur á hestum þínum, þangað til leikunum er lokið. Lát engan aðkomandi svo mikið sem sjá þá, og hafðu vörð um þá nótt og dag. Pá mun eg ekki kvíða fyrir leiks- lokum.« Þeir voru komnir að tjaldinu og stigu af hestunum. «Eg skal gera svo sem þú óskar«. svaraði ættarhöfðinginginn. «Við dýrð guðs! Engir nema trúnaðarþjónar mínir skulu fá að snerta hestana. En líttu á þetta, Arríuson;» hann tók upp lítinn böggul og opnaði hann hægt á með- an þeir gengu að hvílubekknum og settust. taktu þetta og snaraðu því á mál feðra þinna. Latína er mér viðurs’tygð.« Ben Húr tók bréfið og fór að lesa: «Mess- ala til Gratusar.* Svo hætti hann alt í einu. Það var eins og hann fengí sting í hjartað við þessi orð. »Nú, nú, hvað meira» sagði ættarhöfð- inginn. Ben Húr bað afsökunar og fór aftur að lesa. En svo var honum brugðið í skapi að hann varð að hvíla sig tvisvar meðan hann var að þýða fyrra hluta bréfsins, þar sem Mess- ala mlnti Gratus á afdrif Húrs-ættarinnar. Svo kom hann að því, þar sem stóð ritað: «Þú manst líklega ennfremur, að þú gerðir þær ráðstafanir viðvíkjandi Húrsættinni, sem við báðir ætluðum þá að tryggilegastar væri til þess að ná tilgangi okkar, það er að segja að koma hlutaðeigendum fyrir kattarnef, svo þeir þegðu, en láta þá devja sjálfa,» Lengra komst hann ekki. Hann hneigði niður höfuð sitt og tók höndunum fyrir and- lit sér. sÞær eru dánar— dánar« tautaði hann. »Eg er einn eftir á lífi.« Ættarhöfðinginn sat litla stund og horfði á hann; svo stóð hann upp og sagði: «Eg bið afsökunar, Arríusson; les þú bréf þitt í einrúmi; þegar þú liefir jafnað þig, þá segðu mér það sem eftir er af efniuu; láttu þá kalla á mig.« svo fór hann. Ben Húr sát lciígi yfirbugaðúr af sorg sinni

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.