Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 12
156 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. inn eftir að Messala sendi burtu bréf sín. Eg vil ógjarnan missa af þeirri ánægju að reyna mig við hann á kappleikasviðinu.« Ilderim var alveg á sama máli og Ben Húr eins og auðvitað var, þar sem um frægð og ágæti hesta hans var að tefla. Símonídes svar- sði: «Gott og vel, herra; eg fæ þá tíma til þess að gera þér greiða. Rú minnist á arf eftir Kvintus Arríus um daginn — voru fast- eignir þar á meðal?» «Já, sveitahöll í Misenum og nokkur hús í Róm.» «Fyrst svo er, ræð eg til að selja húsin, og koma fénu á vöxtu á áreiðanlegum stað. I þetta sinn er oss ráðlegra að verða á undan þessum keisaralegu ræningjum. Gef mér að eins nánari skýrslur, og svo skal eg óðara senda erindreka með fullu umboðsvaldi til þess að koma því í kring.« «f*ú skalt fá allar þær skýringar, er til þarf, á rnorgun.* »Nú, þá er störfum vorum lokið í kvöld. Ester, gefðu okkur aftur ögn af brauði og víni. Ilderim ættarhöfðingi sýnir oss þann sóma að vera hér til morguns, og þú, herra . . . ?« «Láttu taka hestana* sagði Ben Húr, »eg ætla út í pálmalundinn aftur. Ef eg fer nú, þá er mér óhætt fyrir óvinum mínum, og» — bætti hann við, og sneri sér að Ilderim — «eg held líka fákunum þínum fjórum þyki vænt um að eg komi.» Regar dagur var að renna, stigu þeir Ben Húr og Mallúk af hestum sínum við tjalddyrn- ar í pálmalundinum. (Framh.) Á ferð og flugi. (Framh.) ---- Lavarede vissi ekki hvaðan á sig stóð veðr- ið, er hann var hrópaður upp sem ríkisforseti, en hann þurfti ekki Iengi að bíða úrlausnar. Forsetinn fyrir ríkisþinginu, sem skipað er 12 fulltrúum, gekk fyrir hann og Iaut honum með lotningu, og tók þannig til máls. »Pjóðfrægi og hugumstóri herforingi! þing vort hefir fengið vitneskju um, að þér séuð frakkneskur maður, og þannig af hinum latn- eska kynþætti, og þar sem þér með hinni djörfu framgöngu yðar og miklu hugprýði hafið varp- að frægðarljóma yfir ríki vort, vill öll alþýða að þér séuð kjörinn forseti og æðsti hershöfð- ingi í ríki voru; við þessari áskorun hefir þing vort orðið, og vill þannig að maklegleikum laur.a yður brennandi áhuga og í sögunni dæma- laust áræði, og að þér með því hafið frelsað ríkið úr klóm harðstjórans og gefið því aftur frelsi sitt.« Síðan sneri hann sér að fólkinu og æpti svo hátt og hann gat: »Lifi ríkisforseti La Bareda!» Lavarede stóð sem þrumulostinn, en tók þó við þessari tignarstöðu. Síðan sneru allir þingfulltrúarnir sér að honum og heilsuðu með lotningu ogungfrú Auertt, sem þeir nefndu »henn- ar náð, greifafrúin.« Ungfrúnni þótti þetta ágætt æfintýri, og tók vel á öllu, en faðið hennar fór að mótmæla því, að hún væri forsetafrú, en dóttirin sagði gamla manninum að það væri til þess að spilla fyrir Lavarede að ljósta því upp, að svo væri ekki, og eftir samningnum mætti hann ekki á nokkurn hátt spilla fyrir því, að hann kæmist leiðar sinnar. Það heyrðist heldur ekkert til gamla mannsins fyrir fagnaðarlátum fólksins yfir nýja herforingjanum. Einn herforingjanna kom svo, laut forset- anum og flutti honum kveðju hersins og ósk um að honum mætti þóknast að ganga fram með fylkingarröðunum, svo hermönnunum mætti gefast kostur á að heilsa honum. «Eg kem,« sagði Lavarede, og bar sig höfðingjalega. Hann keyrði múlasnann spor-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.