Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 10
154 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. mitt, og er að öllu upp á aðra kominn, eg varð aldrei fyrir tjóni af undirmönnum mín- um. Höfuðskepnurnar þjónuðu mér, og undir- menn mínir voru mér trúir«. KRað er undravert« svaraði Ben Húr. «Já, undravert er það — guðs gjöf er það. Og eg spurði sjálfan mig: hvað vill guð gera með þessari gjöf? því að guðs ráðstafanir stefna að vissu takmarki. Lengi velti eg þessu fyrir mér, og beið eftir opinberun. Guðs veg- ir eru ekki vorir vegir, og það eru stundum heilar aldir milli þess, að vart vcrður við fóta- tak hans á jörðunni. Rá . . . ja, þú hefir tal- að sjálfur við Baltazar . . . er ekki svo?» «Jú, og heyrt alla sögu hans.» »Sjá þú, herra, þegar eg heyrði sögu hans, fanst mér eg skilja hana. Þegar konungurinn kemur, verður hann vinum horfinn, snauð- ur, fylgdarlaus, borgalaus, kastalalaus. Ríkið þarf að endurreisa — Róm verður að kollvarpa. Og þú, minn ungi herra, stendur nú í broddi lífsins, vopnum vanur, og með afarauð að baki þér—— —sér þú nú ekki, hvaða verkefni drott- inn leggur upp í hendurnar á þér? getur noklc- ur maður verið fæddur til meira ágætis?« «En ríkið — ríkið, sem á að stofna« sagði Ben Húr með ákafa, «BaItazar segir að það verði á sálum manna.» Símonídes hafði hlotið sinn skerf af drambi Gyðinga. Hann glotti hæðilega og svaraði: <Baltazar hefir séð furðulega hluti, og þegar hann talar um þá, beygi eg mitt höfuð og trúi. En liann er Mizraims (Egyftalands) mað- ur, ekki svo mikið sem að hann hafi tekið Gyðingatrú, svo að það er harðla ólíklegt að hann sé sérlega mikið inni í ráðstöfunum guðs með ísraelsþjóð. Spámennirnir voru gæddir speki af himnum, engu síður en hann. Þeir hafa verið margir, en hann er einn. Og Jehóva er æ og að eilífu hinn sami. Eg trúi á spá- mennina. Ester, færðu mér lögmálið.* Ester sótti stranga nokkura; voru þeir vafð- ir innan í dökkbrúnt Ifn, og markað fornlegu Ietri. Símonídes tók strangana, einn eftir ann- an, og las upp úr þeim. «Er það hæfa að hafna vitnisburði heillar þjóðar?» sagði hann. «Og hvort sem þú fer lengra eða skemra: hver sá, sem gerir bæn I sína í musterinu, eða etur af páskalambinu, mun svara þér, að það ríki, sem Messías á að stofna fyrir oss, á að verða ríki af þessum heimi, eins og ríki Davíðs föður vors var. Hvað- an höfum vér allir þá trú? Frá vorum helgu mönnum, frá spámönnunum og prédikurunum alt í frá elztu tímum og þangað til nú. Heyr- ið sálmaskáldið: aReir skulu boða dýrð [þíns ríkis, og segja frá valdi þínu, og kunngera mannanna börnum dýrð og ágæti ríkis þíns.» Eða far til Esra, hins síðara Mósis, og spurðu hver sé ljónið með mannsröddinni, sem talar til arnarins —það er að segja til Rómar: «F*ú hefir elskað lýgina, og yfirbugað bæi hinna starfsömu, og kollvarpað múrum þeirra, þótt þeir gerðu ekkert ilt. Vík því burtu héð- an, svo að jörðin megi lifna og lyfta sér UPP> °S Ireysta á réttlæti hans og miskunsemi, sem hana hefir skapað. Og örninn sást eigi framar.» Svona hélt hann áfram að lesa upp; hann las úr Jesaja, Mika, Jeremía og Daníel, öllfyr- irheitin um Messías og ríki hans, og um það, hvernig hann kæmi fátækur og ríðandi á ösnu .... «Nú, nú, Ben Húr» sagði hann svo, «trúir þú nú, og viltu þjóna þessum Gyðinga konungi ?» < Pjóna?» svaraði Ben Húr, »með hverjuni hvítingi, sem eg hefi ráð á, — með síðasta blóð- dropa æða minna. En . . . hersveitir Rómverja ----eg þekki þær, eg hefi lifað með þeim.» «Pú verður foringi fyrir hersveitum kon■ ungsins» svaraði Símouídes, «og þú fær milj- ónir, til þess að velja úr menn þeirra. Lít að eins í kringumþig. Vér erum fæddir undir fót- um Egyftalands, og undir ánauðarok Rómverja. Teldu þá, ef þú getur, hina trúuðu, sem bíða út um víða veröld eftir því að æpt sé: «Til tjalda þinna, ísraelsþjóð. í Persalandi, Egyfa* landi, Afríku, við strendur Spánar, í Grikklandi, já, innan hinna blóðötuðu borgarveggja Róm- ar, í öræfunum, og austur við Kaspíhaf bíða

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.