Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 11
BEN HÚR. 155 ótölulegar sveitir vopnraða manna, sem bíða eftir að þær sé kallaðar til vopna. Og þú munt komast að raun um, hvað ísrael megnar, ísra- els veldi er konungsins veldi.« Ressi heraflaskýrsla kvað sem básúnuhljóm- ur í eyrum hins gamla ættarhöfðingja. »Betur að maður væri nú orðinn ungur» sagði hann. En Ben Húr var rólegur. Honum fanst eins og það opnuðust fyrir sér leynidyr, og hannsæiþarnú birtu, sem áður var eintómt myrk- ur —en svo var þó þessi birta aftur orðin óglögg og dularfull. Hann átti að helga sjálfan sig og alt það sem hann átti, manni, sem hann vissi ekkert um. «Setjum svo, Símonídes» svaraði hann, «en hvað svo? Eigum við að byggja í blindni ? Eigum við að bíða þangað til kon- ungurinn kemur — eða hvernig?» Símonídes dreypti í vínbikar sinn. «r*að er ekki undanfæri lengur fyrir oss; þetta bréf» sagði hann, og tók bréf Messala til Gratusar fram undan ábreiðu sinni, «er tákn til vor um það, að vér verðum að taka til starfa. Ef við úrögum það, þá verður þú drepinn---------þú getur bezt séð það á mér, hvað náðugir Róm- verjar eru. Hann dró ábreiðuna til hliðar svo 'íkami hans sæist, og Ben Húr hrökk saman af angist og gremju. «Og það er verk, sem verð- Ur að koma áleiðiðis áður en konungurinn kemur. ísrael átti að vera hans stoð og styrk- Ur—um það megum við ekki efast. En ísrael hefir alveg gleymt að bera sverð og spjót und- ir yfirráðum Rómverja; ísrael þekkir nú að eins friðarins störf, Hver á nú aftur að æfa braelsmenn við vopnaburð og hermensku ? Og hver annar mun standa þeim konungi nær en Sa> sem framkvæmir þetta verk?» Augun í Ben Húr ljómuðu. En þó sagði hann: »Eitt er, að eitthvað þarf að gera, ann- er, hvernig á að gera það.» Símonídes hafði svar á reiðum höndum: (Ættarhöfðinginn og þú, herra, eigið að vera aðalforingjarnir, en hafa hver sitt hlutverk að annast. Eg verð hér, og annast kaupsýsluna euis og hingað til, til þess að uppsprettan þorni ekki. Rú, sonur Húrs, fer til Jerúsalem- ar, og þaðan út í eyðimörkina, og telur alla vopnfæra menn í ísrael og skiftir þeim í hópa, 10 og 100 í hverjum, setur þeim foringja, æf- ir þá, og safnar vopnabirgðum á laun. Fé til ails þessa fær þú hjá mér. Byrjaðu í Pereu; þá hefir þú eyðimörkina að baki þér, og Ild- erim rétt við höndina; hann drottnar yfir veg- unum, og sér um, að ekkert beri við, sem þú fær eigi að vita. En enginn skal fá pata af því, sem hér er afráðið, fyrri en tíminn er kom- inn og alt er reiðubúið. llderim hefi eg talað við.« Ben Húr starði á ættarhöfðingjann. «Pað er eins og hann segir, sonur Húrs» svaraði hann. «Eg hefi gefið mitt heitorð, og stend við það. Eg og mín ættkvísl er með þér.» «Já,» svaraði Ben Húr, «eg skil það vel, hvað þið ætlið mér. Nú er ekki lengur fyrir hendi friðsamlegt líf, — allar þessar vonir, sem renna upp fyrir manni, um blíðlátlegar stund- ir, og sem tala mildum og laðandi röddum, það er alt umliðið. Gangi eg þá brautina, sem þið bendið mér á, svo geng eg inn undir reiddan hnefa Rómaveldis. Eg verð eltur og ofsóttur, og verð að eta mitt brauð í dauðra mann gröfum og hellisskútum fjallanna . . .« Ester fór að gráta og grúfði andlitið upp við öxl föður síns. «111 og bitur örlög« sagði Ben Húr hægt, »verður léttara að umbera, þegar meðaumk- un og brjóstgæði fylgja manni . . . Eg hefi ekki nema um einn kost að velja. Látið mig taka að mér það hlutverk, sem þið úthlutið mér —í guðs nafni.« «Drottinn vor og guð veri með oss» sagði Símonídes. Og svo var sambandið fullgert, og ævi Ben Húrs átti úr þessu að stefna inn á nýjar brautir. «Að eins eitt orð enn, vinir» sagði 'Ben Húr, »ef ykkur væri það ekki á móti skapi að eg mætti að fullu eiga með mig sjálfurþang- að til kappleikunum er lokið, þætti mér það bezt. Messala getur ekki orðið mér neitt hættu - legur fyr en svar kemur aftur frá landstjóranum; og það getur ekki komið fyrri en sjöunda dag- 20*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.