Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 20
164 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Fresturinn, sem Don Jósé hafði gefið, var þá á enda; þó varð ekkert af atlögu þann dag, og svo leið næsta nótt að ekkert varð að tíð- indum. En daginn næsta á eftir fór að koma veruleg hreyfing á ræningjana og var þá auð séð að enn var þeim aftrað að hefja snarpa atlögu, sem herskárra ræningja er venja. Um nóttina höfðu þeir grafið krókótta skurði upp að virkinu til þess að komast nær því eftir þeim. Lavarede sá þetta um morguninn og lét reka múlasnana upp á einn virkisvegginn. Ræn- ingarnir fóru þegar að skjóta á þá, en til þess að miða á þá urðu þeir að teygja sig upp úr skurðinum en þá fengu þeir Lavarede og Eng- lendingurinn færi á þeim og skutu á þá. Féllu þá tveir en einn særðist og hinir hrukku frá afarreiðir. Óp og óhljóð heyrðust nú til ræningjanna, er söfnuðust nú saman í einn hóp og þótt- ust virkisbúar vita að aðaláhlaupið væri nú í aðsígi. Ungfrú Aurett sneri sér nú að Lavarede og mælti: »Pér sjáið að eg er óskelkuð og hefi eng- an taugaóstyrk, lánið mér því skammbyssuna yðar, þér hafið byssu Indíanans. Eg hefi lært að fara með byssu.» «Velkomið ungfrú, eg efast ekkert um að þér getið lagt að velli einn eða fleiri þessara þorpara.« Hann fékk henni skammbyssuna og lét múlasnann gamla vera henni til hlífðar. Svo komu ræningjarnir í hópum hlaupandi upp undir virkið. Don Jósé, sem auðþektur var af barðastóra Panamahattinum kom á eftir aðalhópnum. Virkisbúar biðu þess að þeir kæmu vel í skotmál og þá hleyptu þeir af. Skutu þeir þrisvar jafnhliða og féll maður fyrir hverju skoti úr hópi ræningja. Hörfuðu þeir þá aftur því að þeir sáu að þeir tækju ekki virkið á þenna hátt. Englendingurinn hafði særzt lítið eitt á hand- legg og batt ungfrúin um það. Var hann þá »all right® aftur, eins og hann komst að orði. Ræningjarnir höfðu hörfað undan ofan í gryfju, sem þeir höfðu búið til nokkuð frá og var þeim þar óhættt. Að stundu liðinni sóttu þeir aftur fram með ópi og hávaða, en nú voru þeir strjálir og 5 og 6 um hvern virkisbúa og var augljóst að þau myndu ekki standast þetta á- hlaup nema skamma stund. Arangurslaust skutu þeir hvert skotið eftir annað, en lögðu þó uokkra að velli, og þrátt fyrir skothríðina komust þeir ótrauðir tmdir virkisvegginn; þar köstuðu þeir byssununt og gripu til axanna, sem þeir báru við beltið, og voru nú sem djöfulóðir af ofsa yfir hrakförunum, sem þeir höfðu farið fyrir þeim svo fáum. í þessum svifum skaut Lavarede einn ræn- ingjann rétt við múrinn. Sá hann þáað annar hafði reitt að sér öxi mikla. Sneri hann þá byssunni við og rotaði þann með skeftinu. Herra Murlyton var heldur ekki aðgerða- laus. Tveir ræningjar hlupu jafnsnemma upp í gluggatóftina til hans, annar fékk skammbyssu- skot, sem ekki þurfti um að binda. Exi hins sió hann með hnefanum til hliðar, og sló hann svo hnefahögg að hann lá sem dauður, greip hann exi hans og keyrði í höfuð þriðja ræn- ingjans, og sló fjórða manninn með fætinum svo hann lá endilangur, kom það nú gamla manninum í góðar þarfir að hann var hnefa- leiksmaður með afburðum, enda leit nú útfyr- ir að hann væri óvinnandi. Ungfrú Aurett sýndi mikið hugrekki með- an hún var í hæfilegri fjarlægð við víkingana, en hin hroðalegu návígi gerðu hana óttaslegna, og þegar grimmúðugur ræningi óð að henni og ætlaði að grípa hana, hljóðaði hún upp og féll í ómegin. Lavareði heyrði það og hljóp að ræningjanum með byssunaá lofti, en ræn- inginn sló með exinni framan á brjóst hon- um, féll hann þá og misti meðvitundina, en blóðið fossaði úr bringu hans. Vlrkið var svo gott sem unnið, því verið var að handsama Englendinginn, og æptu því víkingarnir siguróp. En þá kvað við skothríð í nokkurri fjarlægð, og hún færðist óðum nær og nær. Víkingarnir voru sem þruniulostnir, og vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Alt í cinu fóru kúlurnar að þjóta mitt á meðal þeira,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.