Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 6
150 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. En svo herti hann sig upp og fór aftur að lesa. Hann kom að þessu: «Pú veizt hvernig þú sást ráð fyrir þeim, móður og systur söku- dólgsins; og þar sem eg bið þig nú að segja mér, hvort þær eru enn á lífi eða hvort þær eru dauðar« — — Ben Húr brá, og las stað- inn upp aftur — og enn upp aftur. «Hann veit ekki, hvort þær eru dauðar. Lof sé drotni — enn er ekki öll von úti.« Hann las bréfið til enda í einum rykk; svo byrjaði hann aftur á því, og athugaði nú hvert orð vandlega. »Nei,« sagði hann við sjálfan sig, «þær geta ekki verið dauðar. Annars hlyti hann að hafa heyrt það.« Og hann lét kalla á ættar- höfðingjann. '>Þegar eg leitaði gestrisninnar í tjaldi þínu,» sagði hann svo, »ætlaði eg mér ekki að segja þér annað af sjálfum mér, en að eg væri full- fær að aka með hestunum þínum. En bréf þetta hefir komið mér til að breyta áformi rnínu, og það því fremur, sem sami óvinurinn vofir yfir okkur báðum. Lát mig nú lesa bréf- ið upp fyrir þér; svo skal eg gefa þér allar skýringar er með þarf,« Ættarhöfðinginn hlustaði steinþegjandi á bréfið á meðan það var lesið upp. En þegar Messala minti á »Ilderim ættarhöfðingja*, svika- hrappinn*, hrökk karl saman. Og er hann heyrði þess getið, að Maxentíus myndi að lík- ingurh láta flytja hann, ættarhöfðingjann, til Rómar, þaut hann upp eins og naðra, og réð sér ekki. Eldur brann úr augum hans, hann rétti upp b áða handleggina og skók krefa hnef- ana. «Mig, ættarhöfðingjann yfir 10000 vopn- aðra riddara?« öskraði hann. »Viti það allir guð- ir — nema Rómverja. Hvar á þessi ósvífni að enda! Eg er frjáls maður yfir frjálsri þjóð — á eg að lifa eins og hundur, sem ekki þorir að skríða öðruvísi en húsbóndi hans vill? Á eg þá ekki lengiír það sem mitt er? Má eg ekki anda, nema af rómverskri náð? . . . Æ, betur að eg væri orðinn ungur upp aftur, bet- ur að eg gæti hrist tuttugu, já, þó ekki væri nema tíu ár af baki mér«. Hann nísti töunum og sleit af sér skéggið og þaut fram og aftur um tjaldið. Svo alt í einu staðnæmdist hann frammi fyrir Ben Húr og þreif í öxl honum. «Ef eg væri í þínum sporum, þarna þú — nú, ekkert yfirskyn, lengur okkar tveggja á milli.........þú, sonur Húrs .... sonur Húrs segi eg . . . !« Ben Húr kiptist við og varð fölur sem nár. — — Rað var í fyrsta sinn í mörg ár, að hann var n.efndur nafni feðra sinna. Hann starði á Arabann, ringlaður og forviða; augu Arabans sindruðu af ilsku. «Ef eg væri íþínum sporum, sonur Húrs,« orðin ruddust út úr karlinum eins og beljandi vatnsbuna; — ef eg hefði bara helminginn af afli þínu, og hefði eg bara helminginn af þján- ingum þinum, . . . aldrei . . . aldrei skyldi eg unna mér hvíldar eða friðar. Eg skyldi fara land úr landi og æra þjóðirnar upp. Ef eg gæti ekki fengið hjálp annarstaðar, skyldi eg fara til Partanna. Og ef menninir skyldu ekki vilja, þá færi eg til dýranna, úlfanna, ljónanna, tigranna eða hvers sem vera vildi, ef eg að eins gæti tortýnt óvini mínum. Engum einasta Rómverja skyldi verða vægt, alt sem rómverskt er, skyldi báli brenna. Á nóttunni skyldi eg grátbæna guðina um, að ljá mér til liðsinnis allar þær hörmungar, storma, hita, þurka, kulda og alt þetta ókunna banvæni loftsins, sem drepur mennina bæði ásjó og landi. Eg skyldi ekki unna mér svefns né matar . . . eg skyldi ekki . . . ekki .... Hann stóð á öndinni, stundi við.slóhönd- unum, og lét sig detta ofan í hvílbeðinn. Rar sat hann lengi, þegjandi, örmagna afgeð- ofsanum. «Seg mér, ættarhöfðingi, hvernig komst þú yfir þetta bréf?» «Menn mínir, sem gæta veganna milli bæ- janna, hafá tekið það af sendimanni.* »Vita nokkrir um það að það voru þínir menn?» »Nei, menn halda að það séu ræningjar, sem eg í verunni ætti að handsama og drepa». Pað 'varð nokktir þögn. Svo mæltí Bén Hút':

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.