Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 17
Á FERÐ OG FLUGI. 161 «Peir eru voðamenn,« sagði Agostin, og skalf og nötraði, «þessir slánar með bleiku and- litin og rauðu augun og hárið.« «Þá líkjast þeir írum» sagði Murlyton brosandi. sRví miður eru þeir ættaðir þaðan. írskur ræningjaflokkur settist hér að fyrir hundrað ár- um. Giftist hér Indíanakonum, og frá þeim er þessi kynþáttur runninn, sem orðlagður er fyr- ir morð og glæpi. Peir eru nefndir Guatuos- ar, og eru kunnir um alla Mið-Ameríku fyrir fúlmensku. Ef það erum vér, sem þeir ætla að ráðast á, þá verða þeir ekRi lengi að gera útaf við okkur. Hreyfum oss því ekki, og fel- um oss bak við þessa múra, svo þeir taki ekki eft- ir oss. Ef þeir fara fram hjá, skal eg færa hin- um »mikla anda« þakkarfórn.« «Fórnið þér hinum mikla anda, eruð þér ekki kristinn?« spurði Lavarede. »Jú, náðugi herra, eins og allir fátækír Ind- íanar er eg kristinn. En við áköllum samt «hinn mikla anda« þegarvið erum í hættu, eða þegar við erum hjá frændum vorum. Við við- urkennum guð kristinna manna, en við trúum eigi að síður á hinn mikla anda, afþvíaðhann er guð forfeðra vorra, og af því að hann er &uð lands vors.» Rað var óttinn, sem komið hafði Agostin «1 Þess að kannast við það, að Indíanar tilbæðu enn hinn mikla anda, en venjulega leyna þeir Þessu af því að Spánverjar hafa ofsótt þá grimmi- lega, sem enn þá höfðu hina^ gömlu heiðnu *rú sína. En þá fóru múlasnarnir í tóftarbrotinu að hneggja og 'rymja, og reiðskjótar flokksins, er var í aðsigi, svöruðu í sama róm; það var því engum blöðum um það að fletta framar að komumenn höfðu orðið þeirra varir, og ^yndu hitta þá. G gfrú Aurett hafði um stund athugað flokkinn gegn um ágæta ferðamannasjónaukann s>nn. Hún gaf nú þær upplýsingar, að útlit niannanna kæmi alveg heim við lýsingu Agost- lns a Guatuosunum. «þar fyrir utan þekki eg niitt á meðal þeirra fjandmann vorn, Don Jósé, og ef eg ímynda mér rétt er það ekki góðs viti.» »Hvað er nú til ráða?« sagði Murlyton og var svo stiltur, eins og engin hætta væri á ferðum. »Hvað annað en að verja sig drengilega« sagði Lavarede. »Við erum sæmilega vopnað- ir og við látum þessa ósvífnu stigamenn kom- ast að raun um það, að það sé dýrt spaug að ónáða friðsama Norðurálfumenn.« Guatuosarnir voru um 30 í hópnum. Þeir stönzuðu í nokkurri fjarlægð, auðsjáanlega til þess að halda ráðstefnu. Síðan riðu 12 upp að tóftarbrotinu. Karlmennirnir í tóftarbrotinu bjuggust til varnar. Agostin hafði ágætan aftanhlaðning, og Norðurálfumennirnir góðar og langdrægar skammbyssur. Peir földu sig allir innan við múrvegginn. Regar komumenn voru ekki orðnir nema í 200 faðma fjarlægð, hleyptu virkisbúar allir af í senn. Tveir Indíananna steyptust af hestunum og hestur hins þriðja særðist, varð óður og hljóp út í buskann. Lítil áhrif virtist þessi kveðja hafa á ræning- jana. Nýir menn þeyttust fram í stað hinna föllnu, og svo varhaldið áfram. Frá virkinu komu enn tvær kveðjusendingar, hver á eftir annari og féllu þá enu fimm menn. Létu þá ræning- jar loks segjast og hleyptu undan út í trjárunna nokkra, þar sem þeir bæði höfðu hlíf og voru úr skotmáli. »Reir fengu þó að vorkennast», sagði La- varede, »en nú verðum við að hafa gætur á öllu, því ekki þurfum við að hugsa að þeir hætti við svo búið.» Sjónauki ungfrúarinnar kom nú að góð- um þörfum. Fólkið í virkinu sá nú að tveir menn ríðandi fóru upp á hæð nokkra, og gizk- uðu á að þeir myndu eiga að vera á verði til þess að segja til, ef virkisfólkið reyndi til að flýja. Hinir héldu ráðstefnu í skógarnmn- unum, og bjuggust þeir Lavarede við áhlaupi þaðan á hverri stundu. Svo leið þó dagurinn, að engin ný atlaga var gerð. Nóttina eftir 21

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.