Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 21
ÓÁKVEÐNI MAÐURINN. 165 og fimm af þeirra mönnum féllu helsærðir til jarðar. Retta óvænta áhlaup gerði þá alla æð- isgengna af ótta, flýðu þeir því alt sem fætur toguðu frá virkinu, sinn í hverja áttina. Uno-- frúin lá enn í ómegin, og Lavarede meðvlt- undarlaus við hlið hennar, með sundurhöggna bringu. Herra Murlyton stóð yfir þeim lítið sár en ákaflega móður, og vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið, eða af hverju allir ræning- jarnir hlupu á brott á sömu stundu og þeir höfðu unnið sigur. (Framh.) Óákveðni maðurinn. Þriðju vandræðln. «Nei, ungfrú Moreton, eg gerði alls ekki nokkurn samanburð.« «f*að gátuð þér heldur ekki vel gjört, Carfax lávarður.* Ungfrú Katrín Moreton horfði á unga manninn í varðliðseinkennisbúningnum, sem í þessu augnabliki var hennar dansmaður- f*au stóðu rétt hjá dyrunum á danssalnum í fyrknesku sendiherrahöllinni og horfðu á hinn glæsilega hóp, sem iðaði aftur á bak og áfram á gljáfægðu gólfinu. Skamt frá þeim stóð sir Anthony Musgrave og talaði við mjög fagra ungfrú, sem sendiherra Búlgara var nýbúinn að gera honum kunnuga, og fegurð hennar hafði komið unga, ógætna varðliðsforingjanum til þeirrar ófyrirgefanlegu flasmælgi að hrósa einni ungfrúnni í eyrað á annari. «Sjá þetta eftirlætisgoð hamingjunnar* sagði hann utan við sig, «það eru ekki allir, sem geta vakið þokka hjá hjá Feodoru furstadóttur, °g þó er þetta í fyrsta skifti,* sem hann talar v'ð hana.« ^Þér öfundið hann?» (<Æ, nei, — eg vildi að eins óska að eg Jæri eins heppinn með tilliti til annarar ung- rúar> sem eg þekki,» sagði hann fimlega. Katie Moreton brosti, »og það er víst ekki svo ervitt» svaraði hún ; »en eigum við nú ekki a fara til hinna, Carfax lávarður?« A meðan þessu fór fram var gagngerð reyting komin á forlög sir Anthonys. Hér í aussalnum í miðjum Lundúnum undir kring- mstaeðum, sem komu í veg fyrir aUan efa um miSskilning, var hann eftir öllum viðeigandi reglum gerður kunnugur furstadóttur Feodoru Chrizanovy af Moravia; en með eins mikilli vissu var hann sannfærður um það, að tveim árum áður hefði hún verið Zora Karapoulos dóttir ræningjaforingjans. Og hún hefði nú efalaust verið konan hans, ef hann aðeins þá hefði viljað segja eitt orð, þegar honum hafði verið boðin hönd hennar á svo undarlegan hátt. Hann vissi að hún var kölluð Fedora og í sam- bandi við þá staðreynd sem lafði Helena hafði nýlega sagt honum, þóttist hann sjá dálítil ljós í myrkrinu, en samt sem áður var mikið eftir, sem var langt um ofvaxið skilning hans. Rað sem gjörði enn tneiri rugling á hon- um var það, að furstadóttirin lét hann hvorki með orðum eða gjörðum skilja á sér að hún hefði nokkuru sinni séð hann áður. Framkoma hennar gagnvart honum var alúðleg og næst- um vingjarnleg; líkt og það væri ókunnur mað- ur, sem hún hefði aldrei fyr séð, en hún hefði augnabliks ánægju af; en lengra náði það ekki, að undanteknu því, að hún lofaði að dansa við hann fimta dansinn. Að öðru Ieyti sýndi hún honum enga sérlega hylli, og það var ekk- ert það í framkomu hennar, sem gat gefið nokkra bendingu um kunningsskap áður. Fyrsti dansinn var þegar byrjaður, er sir Anthony fór til lafði Helenu og bað hana um dans. Hún hafði verið athugult vitni að móti þeirra Feodoru furstadótlur og hans, en nú brosti hún ánægð, því ósk hans rak á flótta þá al- varlegu grunsemd, sem var að vakna hjá henni. Loksins kom að fimta dansinum. Hann fór að leita hennar með talsverðum lijartslætti.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.