Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 13
Á FERÐ OG FLUGI. 157 um og reið til dátanna; vakti það undrun hans hve fáir þeir voru, og mintist hann orða Couch um herskipunina þar í landi. Við yfirforing- jann, sem fylgdi honum, sagði hann: «Eru hér ekki á friðartímum að minsta kosti 300 hermenn, hér eru ekkj nema um 150, hvar eru hinir?« «Náðugi herra,« svaraði foringinn, »það eru ekki fleiri dátar og undirforingjar til, allir hinir eru orðnir yfirforingjar og herstjórar, og þeir standa hinu megin á torginu. Tign sína hafa þeir hlotið eftir því í hve heppilegri afstöðu þeir hafa verið gagnvart síðustu stjórn- arbyltingunum. Pessir dátar, sem þér sjáið hér hafa ekki náð hærri tign, af því að þeir hafa ekki fylgt þeim stjórnarflokkum, sem sigur hafa borið úr býtum. Lavarede átti bátt með sig að fara ekki að hlæja, en segir þó með uppgerðar alvöru- svip: «Eg set hér nýjar reg!ur.« Síðan sneri hann sér að dátunum og segir á hljómfögru spönsku máli: »Mikilsvirtu hermenn. Föðurland- ið og ríkisforsetinn lýsa ánægju sinni yfir fram- kotnu yðvarri. Pér hafið ekki viljað skjóta á alþýðuna, og hafið séð og skilið að vér erum allir bræður, og eigum því ekki að berast á hanaspjót innbyrðis. Dagar hamingjunnar eru runnir upp yfir landi þessu og dagur gleðinnar á einnig að renna upp fyrir yður, virðulegu hermenn. Eg hefi ekki komizt hér hl valda með háum og heimskulegum loforð- um, og eg get því efnt miklu meira en eg hefi lofað. Látið mig því heyra, vinir mínir, hvers þér óskið og segið, hvað eg get gert tyrir ykkur.& «Hærri metorðastöður!« kölluðu dátarnir e'num munni. F*á kunngeri eg yður, og öllum þeim sen n*rstaddir eru og mál mitt mega heyra, að ej veiti yður öllum, einum og sérhverjum, hers öfðingjanafnbót, og því ber yður að gang: sveit hershöfðingja vorra og yíirforingja ni Pegar,» sagði Lavarede hátíðlega. «Lifi frelsic °g jafnréttið!» ' Lifi hinn göfugi forseti La Bareda! Lifi stórmennið!« Nú glumdi við ópið, ekki aðeinsfrá hinum metorðasjúku dátum, sem fengið höfðu dýpstu óskir sínar uppfyltar, heldur og í mann- fjöldanum í kring, sem heyrt hafði þenna boð- skap. Fagnaðarlætin ætluðu aldrei að taka enda, því allir dátarnir og vandamenn þeitra voru í sjöunda himni, og almenningi fanst hann nú geta fyrst séð þess glögg merki, að þessi nýi forseti ætlaði að láta orðin: frelsi og og jafnrétti hafa þýðingu í stjórnarfari sínu, því höfðu þeir ekki átt að venjast áður. Lava- rede sneri síðan aftur, tignaður einslog Cæsar, til aðseturstaðar fórsetans, þar sem honum var fyrirbúinn bústaður, og fylgdu ensku feðginin honum. Um kvöldið Ijómaði allur bærinn af flugeldum og rafljósum í virðingarskyni við forsetann. Lavarede hlustaði á þetta undrandi ogseg- ir við Ieyndarráð Rabata, sem var ráðaneytis- forseti hans: »Höfuðstaður vor er kominn lengra á framfarabrautinni en eg hafði búizt við. Hann er raflýstur.» »Rað hefir hann haft í síðustu 5 árin« svaraði ráðaneytisforsetinn. »Hér höfum vér einnig símasambönd. Hingað liggja ýmsir leyni- þræðir, og ef þér hlustið nú við leiðarann þarna, munuð þér heyra að verið er að reyna til þess að mynda gegn yðar hátign samsæri.« »Samsæri til þess að myrða mig, eða hvað?« »Ekki það, hér era menn ekki myrtir, held- ur samsæri til þess að koma yður á burtu héðan.« »Ekki er mér það á móti skapi, kæri Ra- bata. Eg hefi reynt að gleðja fólkið hér í dag svo mikið sem eg hefi getað, en meira hefi eg ekki tíma til; eg verð að fara héðan hið bráð- asta leiðar minnar.« xPað megið þér ekki, því samkvæmt lands- ins lögum má forsetinn aldrei yfirgefa landið.» Lavarede fór ekki að lítast á blikuna. Hann hafði tekið við forsetatigninni í þeirri von að liann niyndi greiða fyrir ferðalagi sínu, en nú virtist það gagnstæða ætla að verða oían á. Hann fór þá fiam á það við ráðaneytis-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.