Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 9
BEN HÚR.
153
það; eg segi það þína eign í áheyrn ættar-
höfðingjans. Eg set að eins eitt skilyrði: þú
skalt hjálpa mér að Ieita upp móður mína og
systur, og, ef í nauðirnar rekur, að leggja það
í sölurnar, sem þú átt, eins og eg legg fram
það sem eg á, til þess að finna þær.»
Ester grét í hljóði . . . Ættarhöfðinginn
strauk skeggið í ákafa.
«Sonur Húrs» sagði Símonídes, og titraði
í honum röddin, »eg þakka drotni að hann
hefir Ieitt mig til þín, eins og þú ert . . Rér
skal eg þjóna, eins og eg hefi þjónað föður
þínum, með trú og dygð, að því er mínir kraftar
megna. En eg get ekki þegið það, sem þú
býður mér. Rú hefir ekki heyrt skýrslu mína
til enda —lestu þetta.» Og hann rétti honum
skjalið, sem hann hafði haldið eftir.
Ben Húr las: «Skrá yfir þá sem eru Húr
anauðugir, gefin af Símonídesi, þeim, er eign-
unum stjórnar:
1. Amra hinn egyfzka. í höllinni í Jerú-
salem,
2. Símonídes, framkvæmdarstjóri, í Antí-
okkíu,
3. Ester dóttir Símonídesar ...»
Ben Húr hafði aldrei dottið í hug, að lög-
Utn samkvæmt féll dóttir undir ánauð föður
S!’ns. Hann roðnaði við, og leit á Ester, og hún
roðnaði líka og Ieit undan. Svo vafði hann
sRjalið saman og sagði: »En eg dæmi ykkur
laus, munnlega og skriflega ef þörf gerist —
er það ekki?»
Símonídes svaraði og brosti við: »Þú ger-
lr ánauðina léttbæra; en mér varð mismæli áð-
an, er eg sagði, að þú gætir gert alt sem þú
v,ldir nú; löglega getur þú ekki leystokkurúr
anauð —eg er og verð ánauðugur þér til dauð-
ans.« 0g |iann sagðí aftur frá því, hvernig hann
hefði gerst ánauðugur konu sinnar vegna.
*En hvað á eg þá að gera? Hjálpaðu mér
llu. Shnonídes, hjálpaðu mér með ráðum og
°S dáð, til þess að eg geti minkunarlaust bor-
nafn mitt.»
"Eg skal hjálpa þér, sonur míns framliðna
erra! Líkama hefi eg ekki; hann var örkuml-
aður í þínar þarfir, en með höfði og hjarta
skal eg þjóna þér —það sver eg við guðs alt-
ari og við fórnargáfurnar á hans altari. Gerðu
mig fyrst Iögum samkvæmt það, sem eg að
lögum og rétti er: lögmætan forráðamann eigna
þinna.«
«Rú skalt verða mín hægri hönd, eins og
þú varst hægri hönd föður míns.»
«Svo er eg ánægður . . . Og þú, Ester
. . . Tala þú Iíka.»
Hún gekk fram eitt skref og horfði til jarð-
ar og mælti: «Eg erekkifremri móðurminni®
sagði hún í hálfum hljóðum við Ben Húr, «en
af því að hún hefir yfirgefið okkur, þá Ieyf
mér að vera hjá föður mínum og hjúkra hon-
um.»
»Ástríka barn» tautaði Ben Húr, tók í hönd
henni og leiddi hana til föður hennar; «alt
það sem þú óskar, skal verða.»
Svo varð löng þögn. Símonídes virtist
sokkinn í djúpar hugsanir. Loksins leit hann
þó upp —og hann var ekki ódrottinmannlegri
en fyr. »Ester« sagði hann, «nú fer að nátta;
láttu bera inn hressingu, til þess að við getum
verið sterkir og árvakrir til þess, sem eftir er
að ræða um.»
Hún sló á borðkiukkuna, stúlkan kom inn
með brauð og vín, og bar það á milli. Á
meðan sagði Símonídes frá því, hví hann hefði
frestað því að kannast við Ben Húr og hvern-
ig hann hefði Iátið Mallúk vera á hælum hon-
um. «Hyggindi þín eru jafn djúp og mann-
gæzka þín« sagði Ben Húr.
Þegar þeir höfðu lokið að eta og drekka.
hóf Símonídes aftur ræðu sína:
«Vefarinn situr við vef sinn, skyttan þýtur
fram og afíur óðfluga, dúkurinn lengist, og
rósirnar stækka. Þannig uxu eignirnar undir
minni hendi, og eg furðaði mig á því, hvað
þær uxu. Æðri máttur var með mér. Sand-
hríðirnar söktu fólkinu í eyðimörkunum — þæi
sneiddu hjá mínum mönnum. Hafið braut skip-
in í spón — rnín skip bar það greitt til hafnar.
Og það, sem er undarlegast —eg, þessi hálf-
dauða limahrúga, sem er bundinn við sætið
20