Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 23
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 167 handlegg, og blikaði á gljáandi málm í hendi hans. Og á augabragði kom eldglampi og hár hvellur. Rað mátti ekki tæpara standa að sh- Anothony gat slegið handlegginn á manninum upp á við. Kúlan þaut í gegnum palmaviðar- blað fáeinum þumlungum fyrir ofan höfuðið á furstadótturinni. ■ Það var Rúmeníumaðurinn frá Kornitsa. Málalok. Strathcornie-einstigið er víðfrægt fyrir sína mikilfenglegu fegurð. A klettasnös, þar sem bjargvegurinn liggur alveg út á brúnina, og hengiflug fyrir neðan, stóð Feodora furstadóttir af Moravia. Fast hjá henni stóð sir Anthony Musgrave hugsandi, en augu hans hvíldu athugul á henni. í svipuð- um stellingum höfðu þau staðið fyrir rúmum tveimur árum, og það var sú endurminning, sem gagntók allar hugsanir þeirra. «Feodora, eg sé ekki leiðina til Kornitsa.» Hún hrökk við og sneri sér að honum. «Þér hafið þó ekki vonast eftir að sjá veginn til Kornitsa hér?» «Nú hversvegna ekki það» sagði hann bros- andi ; »þegar eg kom hingað fyrir viku hafði eg ekki búist við að finna yður hér.» «Og þér hefðuð máske ekki komið ef . .» Hér þagnaði hún alt í einu. «Ef?» spurði hann. «Ef hertoginn af Strathshire hefði ekki boð- 'ð mér» sagði hún fljótlega. * Með endanum á stafnum sínum teiknaði hann ógreinilega mynd í rykið, en eyðilagði hana nákvæmlega aftur. «Eg held ekki» sagði hann hugsandi. «Og ef ein manneskja hefði ekki frelsað líí 01‘tt, veizlukvöldið?« sagði hún í lágum hljóð- um.« «Það var líka ein mannsskja, sem frelsaði Hitt líf» svaraði hann blíðlega. «Nei, nei,» sagði hún. Hún horfði á hann °g hikaði dálítjð. «Hlustið á mig« sagði hún sv°. «Eg verð að segja yður hvernig í öllu '‘ggur. Lífi yðar var ekki nein alvarleg hætta búin.» Með því að banda hendinni kom hún í veg fyrir að hann tæki undrandi fram í fyr- henni, og hélt síðan áfram máli sínu. «Faðir minn var, eins og eg hefi minst á við yður áður, hálfsturlaður maður, og greip því oft til óyndisúrræða, til þess. að ná til- gangi sínum. Eg var einkabarn hans, og hann elskaði mig. Hann sá mig í huganum, — ef eitt- hvað skyldi koma fyrir hann —vaxa upp, ó- gifta og varnarlausa í samvistum með óment- uðum bændakonum og ósiðuðum mönnum. Þessi hugsun olli honum mikillar áhyggju og kvíða fyrir framtíð minni. Að sönnu var einti úr hans flokki —maðurinn, sem ætlaði að myrða mig, —sem elskaðí mig mjög ákaft og ofsa- lega, eins og slíkum mönnum er lagið að elska. «Og svo var hann afbrýðissamur. Já hann vissi —það er að segja, hann hafði komist að einhverju um fyrirætlan föður míns, og hann hélt. að eg . .« — Hér þagnaði hún. — Sir Anthony hneigði sig. «Það var þessvegna sem hann elti mig til Englands, og það var þess- vegna sem eg lézt ekki þe'.ckja yður, þegar við funduinst kvöldið góða á dansleik sendiherr- ans —,» «Ó! nú skil eg.» »En hann hefði aldrei getað orðið maður- inn minn; og hver svo sem annar hefði vilj- að giftast dóttur ræningjaforingjans?» «Það var af tilviljun einni að jiér komuð til okkar. Föður mínum leizt vel á yður, hann sá að þér voruð af góðum ættum kominn, og þar eð hann hélt að mér —að mér litist líka vel á yður» — «Já?» greip sir Anthony ákafur fram í. «Þá fékk hann þá djarflegu hugm.ynd að neyða yður til að giftast mér, og þannig að sjá mér fyrir heimili og verndarmanni, þegar hans misti við. Það sem eftir er — hvernig hann reyndi til að framkvæma áformið, og hvermg það mishepnaðist —er yður kunnugt um.« «Já, eg veit hvernig það mishepnaðist.« «Hann vantreysti hugrekki yðar.»

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.