Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 24
168
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Sir Anthony brosti. *Rér gleymið«’ sagði
hann, að eg gat ekki ákveðið mig. «
«Hvort þér ættuð að velja dauðann eða.«
«Eg hafði enga vissu fyrir, hvort yðurþætti
svo vænt um mig, að þér mynduð verða ham-
ingusöm sem eiginkona mín.»
Hún leit niður fyrir sig. «Og ef þér hefð-
uð vitað að mér þótti nægilega vænt um yð-
ur ?» spurði hún lágt.
«Það er ekki nokkur maður til, sem þykir
vænt um að deyja,» svaraði hann.
«Já, en nú skulum við segja— nú skulum
við segja að þér----------«
Hann beygði sig niður að henni og tók
um hendur hennar. «Feodora» sagði hann ást-
úðlega; «ef að eg mætti kjósaaftur, mundi eg
kjósa— — — «
«N ú?»
« Lífið.»
* * * * *
* * * *
Eftir miðdagsverð sama kvöld, hepnaðist
lafði Poulton að skiftast á nokkrum orðum við
frænda sinn, án þess nokkur heyrði það.
«Nú, Anthony* sagði hún, «nú skyldi mað-
ur ætla, að þú hefðir þá loksins komizt að
einhverri niðurstöðu.»
«Já» svaraði hann brosandi, »nú hefi eg
loksins komist að niðurstöðu.»
Lafði Pouiton tók andköf af gleði.»
»Segðu mér þá» sagði hún áköf. «Er það
lafði Helena?»
«Nei,«
«Er það þá Kate Moreton?*
Hann hristi höfuðið.
«Það er þó — það er þó víst ekki fursta-
dóttirin ?»
»Jú, einmitt, —það er furstadóttirin». [Endir.]
——
Eg stari út í bláinn.
Eg stend einn og stari út í bláinn.
Hví stend eg hér aleinn um hábjartan daginn,
er aðrir sér leika svo létt um bæinn?
Er ljósbjarta vonin mín þegar dáin?
Nei, hún er ei —hún er ei — dáin
og henni eg eigna þá Ijúfustu gleði,
sem nýt eg um daga, í blundi á beði;
hún bíður unz grafmoldin hylur náinn.
Eg stend hér og stari út í bláinn,
á stöðugu fjöllin, á hafdjúpið kalda,
á himinsins ómælið augum falda,
þars unir mín barnslega hjartans þráin.
Eg hlusta, og heyri með kvíða,
að heiðgolan þylur mér sífelt í eyra:
Pað er svo fátt sem þú fær að heyra,
þú fávísa barn — en árin líða.
Og'þess vegna stend eg og stari,
já, átari með undrun á víðlenda geiminn,
eg veit svo fátt, já, svo fátt um heiminn,
þó fjör lifi í æðum og sálin hjari.
Ó, vinur! Ó, vinur! eg kalla,
hví viltu’ ekki leiðbeina manninum unga?
Hún er svo geigvænleg, gátan þunga
um Guð og lífið; eg skil það varla.
Nú hefi eg leitað svo lengi
um lábarða strönd út við helkaldan sæinn,
á fjöllum um nætur, um dali á daginn,
' en dulráðnu gátuna leysir engi.
Eg stend enn og stari út í bláinn;
þótt stormarnir næði, og ógni mér hríðin,
eg leita, og andinn er ekki kvíðinn,
því enn lifa vonin og hjartans þráin.
A. P.
Höfundur að 1. verðlaunavísunni í N. kv.
6. hefti er Benedikt hreppssjóri Einarsson á
Hálsi í Saurbæjarhreppi. — Höfundar að hin-
um verðlaunavísunum eru beðnir að gefa sig
fram sem fyrst.
Framhald af Sigurhæðavísunum kemur í
næstu heftum N. kv.
Prentsmiðja B.Jónssonar.