Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 19
A FERÐ OO FLUOI. 163 Costa-Ríca veitist sú virðing að tilkynna yður þá náð, að það er ekki ykkar ferðalag, sem vér viljum hindra. Af því leiðir, að þið feðginin getið frjáls og hindrunarlaust haldið áfram ferðinni með allan flutning yðar, vopn og reiðskjóta og getið átt von á vernd vorri meðan þér eruð í ríkinu Costa-Rica. Svo er ykkur og heim- ilt að taka með ykkur sem fylgdarmann dát- ann Agostin af Terrabas-kynþættinum, því vér viljum ekki hegna manni þessum, sem vér búumst við að hafi fylgst með ykkur af því að hann hafi haldið að hinn frakkneski æfintýramaður hafi heimild til að skipa sér það. Þessi æfintýramaður, sem logið hefir til nafns síns og nefnist herforingi Bareda og sem með siðlausri uppreist hefir vilt ráðinu sjónir og narrað það til að viður- kenna hann sem ríkisforseta, hann er nú í rikisþinginu settur af í einu hljóði og óverð- ugur talinn að bera nafnið forseti. Rað er aðeins, hann sem vér viljhm handsama og hegna að maklegleikum. Héraðsstjórinn veitir yður og dóttur yð- ar, háttvirti herra, 24 tíma frest til þess að búa yður út og yfirgefa ríkið og fara hvert sem yður helzt þóknast. En verðið þið ekki komin burt úr virkinu innan þessa tíma bíða yðar sömu forlög og hins frakkneska sfintýramanns, sem við höfum fastráðið að handsama annað hvort dauðan eða lifandi. Don /osé Miraflorés. Murlyton las bréfið hátt svo allir heyrðu, °g varð þögn á eftir. Lavarede varð fyrstur til þess að rjúfa Þognin*: *Yður er frjálst að fara, Agostin. Þér sjáið ni1 að það eru ekki Guatuos-kynþátturinn, sem fru að ofsækja okkur og ræna eins og þér bélduð,. ' Náðugur herrann misskilur þetta,» svaraði Claninn «Guatuosarnir eru ekki hermenn rík- ^lns> þeir eiga ekki svo mikið sem heima í . °s*a Ríca, og Don José fer með qsannindi 1 bréfinu,« »Haldið þér það?» «Já eg er viss um það; en eg skil ekki því hann vill leyfa náðugum herra Englendingnum að fara leiðar sinnar. Eg óttast að þar liggi hrekkur á bak við.« «Já, eg er alveg sannfærð um það,« sagði ungfrúin, «og eg Iæt mann þenna aldrei ná mér Iifandi.» «F*etta er altskiljanlegt,» sagði Englending- urinn «Hann vill tvístra okkur, svo að honum gangi betur að höndla okkur.» Á þetta féllust virkisbúar; var því fastmæl- um bundið, að allir héldu kyrru fyrir og verðu virkið meðan auðið yrði. Síðan voru skot- vopnin skoðuð og eftirlit haft með skotfæra- birgðunum og var allur farangur þeirra í hinu bezta lagi, Svo leið dagurinn og ekkert gerðist meira sögulegt. Um kvöldið drógu víkingarnir sig meira saman og nær virkinu, án þess þó að hætta sér í skotmál. Þeir tóku að sér að vaka um nóttina, La- varede og Agostin. Pegar dimt var orðið seg- ir Agostin við foringja sinn: «Rað verður heitur dagur á morgun, og þér munið þurfa að halda á öllum líkams og sál- arstyrkleik yðar; leggið yður því nú til svefns fram yfir miðnætti; eg mun einn vaka.« Lavarede sem var dauðþreyttur, félst á þetta, Iagði sig fyrir og sofnaði þegar. Er hann vaknaði var ljóst af degi, Feðg- inin stóðu á verði en Indíaninn, Agostin, var horfinn. «Hvar er Agostin?* spurði hann: «Við höfum ekki séð hann í morgun,« sagði Murlyton. »Retta hefði eg mátt vita» sagði Lavarede við sjálfan sig, «honum hefir þótt hyggilegast að hafa sig sjálfan úr hættunni, en hann hefir skilið eftir byssuna sína og skotfærin, svo skað- inn er ekki svo mikill, því nú er einum færra á fóðrunum.» Rau voru enn öll samhuga um það að verjast meðan lífið entist, þótt þau hefðu*'mist fylgdarmanninn. 21*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.