Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 16
160 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Atlantshafsins. Ekki hafði jarðskjálftinn gert þar neinn skaða, en fólkið hafði orðið skelkað og var alt þar í uppnámi, og þessvegna hepn- aðist fetðafólkinu að komast með reiðskjótana inn í gripavagn á brautarstöðinni, svo lítið bar á, og komst svo af stað með eimlestinni. A fyrsta viðkomustað varð ungfrú Aurett litið út um gluggann, en hún hrökk aftur ná- föl og skjálfandi. Hún benti á flokk manna, er stóð úti á sléttunni úti fyrir og segir i' hálfum hljóðum: ^Parna er Don Jósé.« »Hvar er þrællinn?* hrópaði Lavarede og ætlaði að stökkva út. Ungfrúin bað hann í öllum bænum að vera kyrran og gera ekki vart við sig. «Hann er ef- laust búinn að frétta að við séum lokuð inni í forsetahöllinni, og ekki er víst að hann hafi tekið eftir mér; við megum því ekki láta hann verða varan við ferðalag okkar hér, svo að hann láti ekki yfirvöldin taka okkur föst og flytja okkur sem fanga aftur alla leið til San José.« Lavarede sá að þetta var hverju orði sann- ara og félst því á mál ungfrúnnar og var svo haldið áftam. Lavarede leist þó ekki á að halda lengi á- fram með eimreiðinni, þar sem svo margir voru á ferð; hann óttaðist að hann ef til vill yrði tekinn fangi og fluttur aftur til Sanjóse. Hann ráðgaðist um þetta við hinn hyggna fylgd- armann sinn, og þeim kom saman um að yL irgefa lestina við næstu stöðvar og halda áfram ferðinni yfir strjálbygt Indíanahérað alla leið til Atlandshafsins. Retta sýndist alt vel ráð- ið, og eftir stundarkorn voru þau komin af stað ríðandi inn í Indíanaóbygðirnar eða strjál- bygðirnar. Nú víkur sögunni aftur til Don José og Bovreuils gamla. Moralés herforingi hafði, eins og honum hafði verið falið, flutt þá út að At- lantshafi og sent þá þaðan með ameríkönsku skipi. En þeim hepnaðist fljótlega að strjúka af skipinu. Kom þeim saman um að Bovreuil færi til Colon óg biði þar, en Don Josélegði þegar af stað til Costa Rica með fulla vasa af peningum, sem hann hafði pínt út úr félaga sín- um. Hann fór á fund Indíanahöfðingja eins, af kynþætti Guatuos svo nefndum, sem hafð- ist við á landamærum Nicaragua og Costa Rica og átti við hann langt samtal, og hélt síðan leiðar sinnar inn í land það, sem Lava- rede var að flýja. Hann hafði þegar þekt ungfrú Aurett í vagnglugganum og komst á snoðir um, að tveir karlmenn væru í för með henni og blandaðist honum ekki hugur uin hverjir það myndu vera. Veitti hann þeim því eftirför í sömu eimlestinni og sá þegar þau yfirgáfu lestina og lögðu af stað ríðandi inn í óbygðirnar. Hann fór nærri um, hvert ferðinni myndi lieitið, og hann var svo kunn- ugur landsháttum þar, að hann gat gizkað á hvert farið yrði. Lavarede og feðginin höfðu haldið leiðar sinnar og forðast alt samneyti við aðra en Indí- ana. Aðfaranótt hins 4. júlímánaðar höfðu þau gist í gömlum húsatóftum við fætur fjallsgarðs- ins Negros, Um morguninn, þegar búist var til ferðar, fóru múlasnarnir að ókyrrast og sperra eyrun, og skima í allar áttir. Agostin tók eftir þessu, og þóttist viss um, að einhver hætta væri á ferðum. Hann fór að horfa í allar áttir og kom þá auga á hóp manna í fjarlægð, sem kom sömu leið og þeir höfðu farið. Hann sagði Lavarede frá þessu, og þótti honum þettatortryggi- legt. Hann spurði Indíanann, hvort hann héldi að þetta væri herinenn að elta þá, en Agostin sagði að eftir öllum hreyfingum flokksins að að dæma, þá mundu þetta vera Indíanar. Rau horfðu öll fjögur á liópinn, sem kom óðum nær. Alt f einu hrökk Agostin saman, fölnaði upp og hræðslan skein út úr honum. Þetta undraði Lavarede, því þessi fylgdarmað- ur hafði reynzt hinn hugprúðasti á Ieiðinni, og ekki látið alt fyrir brjósti brenna. Hann spurði því hvað hann óttaðist. «Það eru Guatuo3-Indíanar«. svaraði hinn. »Er það svo hræðilegt?« spurði Lavarede.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.