Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 4
148 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. sem allir þeir, sem eigi eru Rómverjar — ef þeir eiga fé eða eignir, sem auðið er að ræna —skulu hafa nánar gætur á, og gjalda varhuga við; það er þegar tiginn og voldugur Rómverji kemur til þeirrar borg- ar, sem hann hefir völd yfir. Það er von á Maxentíusi ræðismanni hingað í dag. Hafðu það í huga. Og svo enn eitt ráð. Sendu sem fljótast sendiboða til allra varð- manna við alla vegi, er liggja frá Antí- okkíu til suðurs, og bjóð þeim að leita á öllum sendimönnum, sem koma héðan eða ætla hingað. Finni þeir nokkur bréf, er snerta þig, svo heimtaðu að sjá þau. Petta ætti reyndar að vera búið, en vega- verðir þínir þekkja vel alla sniðvegi og af- götur, svo að þeir ættu að geta náð í menn sem hefðu farið í dag af stað frá Antí- okkíu. Dragðu það bara ekki. Og brendu þetta bréf óðara en þú hefir lesið það. Vinur þinn Símonídes.« Ættarhöfðinginn las bréf þetta tvisvar sinn- um. Svo vafði hann það aftur innan í línið og stakk því undir belti sér. Skömmu seinna var æfingunum lokið. Ben Húr kom til ættarhöfðingjans og mælti: »Ef þú leyfir það, ætla eg að fara með hestana til tjaldsins aftur, og reyna þá svo aftur síðar í dag.» »Þeir eru á þínu valdi þangað til Ieikun- um er lokið, Arríusson* sagði hann. -Farðu með þá eins og þér bezt líkar. Þú hefir tam- ið þá betur á tveim stundum en Rómverjinn — það vildi eg að gullúlfarnir væru að naga úr honum hnúturnar —hefði getað á hálfum mán- uði. Það veit dýrð guðs að við munum bera hærra hlut.» Ben Húr var inni í tjaldinn þar til búið vara að hirða hestana. Svo klæddist hann aftur gyðingaklæðum, og gekk síðan lengi um gólf með Mallúk fyrir utan tjaldið. Hann bað hann að gera sér ýmsan greiða: fyrst átti hann að flytja dót hans burtu úr gestahúsinu í borginni þangað út í tjöldin; svo átti hann einnig að vita hvort ættarhöfðinginn hefði skýrt rétt frá hestum þeim, er hann lét í kappakst- urinn, litum þeim, er ökumaðurinn mundi bera og vita hver hann mundi verða í röðinni. Ef það væri fáanlegt, átti Mallúk að sjá um, að Ben Húr fengi að aka samhliða Messala; og að síðustu átti Mallúk að komast eftir því, hvað vagn Messala væri hár. «Hann má í engu standa betur að vígi en eg. Eg ann honuin vel alls skrautsins og viðhafnarinnai', það má hann eiga —en ef eg ber hærra hlut, þá verður Sig- urfrægð mín að því skapi meiri.» Mallúk lofaði að gera sitt til, og hvarf síð- an fljótlega heim til borgarinnar. En Ilderim sendi þegar ríðandi sendiboða til vegavarða sinna; var það Arabi, og hafði hann engan ritaðan snepil á sér. Nálægt þriðju stundu næsta dag steig mað- ur af hesti úti fyrir tjöldunum; þekti Ilderim þegar, að þar var kominn einn af ættkvfsl hans. Sá maður sagði: »Mér hefir verið boðið, ættar- höfðingi, að afhenda þér böggul þenna, og biðja þig að opna hann þegar og lesa inni- haldið. Ef svars þarf með, skal eg bíða eftirþví.« Ilderim leit á böggulinn. Innsiglið var brot- ið, en utan á var ritað: Til Valeríusar Grat- usar í Sesareu.« «Abbadón hafi hann» muldraði ættarhöfð- inginn, er hann sá að bréfið var ritað á latínu. Grískt letur og arabiskt kunni hann að lesa, en þekti ekki nema -stóru stafina í latnesku letri. »Hvar er nú ungi ísraelsmaðurinn?« sagði hann. »Úti á vellinum með hestana» vár honum svarað. Ættarhöfðinginn stakk á sig böglunum og stökk á hestbak. En í sömu svifunum sá hann ókunnan mann, er virtist koma innan frá borg- inni. »Eg leita Ilderims ættarhöfðingja hins góða» sagði komumaðurinn, sem var auðsjáanlega Rómverji; »Eg hefi heyrt þig vantaði vagn- stjóra til leikanna.» Ilderim brá grönum hæðislega. < Eg hefl vagnstjóra. Þér er óhætt að fara» svaraði hann, og ætlaði að ríða leiðar sinnar.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.