Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 3
BEN HÚR.
147
ir honum upp í ijónsgin, svo ber hann þig
það, ef þú hefir hug til.»
Ben Húr iagði við ihestana á meðan, og
teymdi þá út úr tjaldinu. Svo stóð hann og
lagaði aktaumana, þeir lágu i gegnum hring á
vagnstönginni, þegar ekið var, og þaðan til
hvers hests fyrir sig, og voru þar festir í
hringju á innanverðu beizlinu.
«Komdu svo^með, Sírius,» sagði Ben Húr,
og snaraðist á bak jafnléttilega og hann væri
Arabi. «Og taumana!« hann fékk þá, oggreiddi
þá vandlega í sundur. »Já, svo er egtilbúinn,
Ilderim ættarhöfðingi» sagði hann; látið nú
fylgdarmenn fara'á undan, og nokkra þjóna með
vatn.»
Eigi varð betur séð en Ben Húr og hest-
arnir skildu hverir aðra. Hann stýrði þeim ör-
ugglega, og hafði fast taumhald, eins og þeir
væru fyrir vagni —enginn annar munur en sá,
að hann sat á baki Síriusar í stað þess að
standa í vagni. Ættarhöfðinginn horfði á með
ánægju. «Hann er enginn Rómverji, Nei, það
veit guðs dýrð hann er ekki!» tautaði hann,
°g strauk skeggið í ákefð og kom gangandi
á eftir. Hinir tjaldbúarnir 'voru líka komnir út.
Ben Húr lét þá taka sprett, alla fjóra, fyrst
hægt og í beina stefnu, svo lengra og lengra
1 hringa, stóra hringa, svo í örlitla hringa,
svo stýrði hann þeim til vinstri handar, svo
«1 hægri, ýmist áfram eða aftur á bak, og
sl<ifti altaf um, hvíldarlaust. Svona hélt hann
afram fulla stund, svo kom hann fót fyrir fót
með hestana til ættarhöfðingjans.
»Rað þarf bara að venja þá stöðugt við»
sagði hann; eg prísa þig sælan að eiga slíka
hesta. Lítt’ á»—hann var kominn af baki og
klappaði þeim—«þeir eru eins sléttir á belg-
>nn 0g áður, og blása ekki úr nös fremur en
Þegar þeir byrjuðu. Rað má mikið vera ef
Ver vinnum ekki sigur með þessum hest-
um og'— »
Hann tók fram í fyrir sjálfum sér, roðnaði
v‘ð og hneigði sig, því í sömu svifunum sá
hann Baltazar standandi við staf sinn við hlið
Hderirns, óg tVæ'r kö'nur méð þéttár blæjur.
Hann fékk hjartslátt, leit á aðra þeirra og
hugsaði með sér: »F*essi þarna er Egyfta-
mærin!»
Ilderim varð að ljúka við orðið, sem Ben
Húr kom ekki af. «Og næðum að hefna okk-
ar» sagði hann. «Já, eg er rólegur. Pú ert sá
maður, sem eg get notað. Endi það eins vel
og það byrjar, þá skaltu fá að vita, hvers Ar-
abinn er umkominn, þegar hann hefur góð
tök á því að launa.»
»Eg þakka þér fyrir» svaraði Ben Húr með
lotningu. «Eg leyfi mér nú að vatna hestun-
um.«
Hann gerði svo, og vatt sér svo á bak Síri-
usi og hélt æfingunum áfram, bæði á brokki,
stökki og þeysireið. Ahorfendurnir dáðust að
því, hvað hann handlék vel taumana, og hældu
mjög hestunum fjórum, því þeir urðu svo
samtaka eins og einn taumur væri við þá alla.
Á meðan á þessu stóð, kom Mallúk, og gekk
til ættarhöfðingjans.
«Eg hefi boð til þín» sagði hann, «frá
Símonídesi kaupmanni.»
»Frá Símonídesi?» sagði Arabinn, «betur
að Abbadón kremdi sundur alla óvini hans —
hvernig eru þau?»
»Hann bauð mér fyrst að óska þér guðs
heilaga friðar, og síðan að skila þér þessum
tveim bréfum, og bað þig að lesa þau þegar,»
Ættarhöfðinginn braut sinnsiglið á smá-
bögli þeim, er Mallúk rétti honum. Út úr lín-
umslaginu tók hann tvö bréf. og fór að lesa
þau með mikilli athygli. Annað bréfið var með-
mæling með Ben Húr, og boð til ættarhöfð-
ingjans að vera gestur sinn þenna dag eða
hinn næsta, þá skyldi Símonídes segja honum
æfintýri Ben Húrs. Auk þess var í bréfinu
boð til ættarhöfðingjans, gesta hans og fyigd-
arliðs, að þeir skyldu vera gestir Símonídesar
meðan Ieikar þeir stæðu yfir, er halda átti í
bænum; hafði Símonídes þegar séð sér þar
fyrir sætum. Hitt bréfið var á þessa leið:
«Símonídes til Ilderims ættarhöfðingja!»
«Vinur minn! Eg sendi þér sendiboða sak-
fr iang'rar réýnsÍu minnár. Rað er eitt tákn,
19*